Vinstriflokkarnir leita að útgönguleið úr vandræðum

Vandséð er hvernig vinstriflokkunum takist að komast út úr þeim ógöngum sem þeir hafa komið sér í með hinum afleita Icesave-samningi. Eflaust er leitað að mögulegri útgönguleið til að bjarga ríkisstjórninni frá falli - Steingrímur J. Sigfússon virðist vera að daga uppi pólitískt, fjara út, þessa dagana. Hann hefur lagt allt undir og á erfitt með að snúa til baka úr þeim leiðangri sem hann lagði upp í með pólitískum læriföður sínum, Svavari Gestssyni, sem hann handpikkaði í mikilvægustu samninganefnd í sögu þjóðarinnar vegna gloppóttra stjórnmálaafreka.

Augljóst er að þessi samningur var dýr aðgöngumiði í Evrópusambandið. Hann virðist þó varla ætla að duga. Nú þegar er farið að hóta Íslendingum eftir samþykkt þingsins á ESB-aðildarviðræðum. Sæla Samfylkingarinnar vegna þess afreks að semja allt af sér fyrir það að komast með tærnar hálfa leið til Brussel er vægast sagt skammlíf. Allt logar stafna á milli hjá vinstri grænum. Steingrímur J. er að missa pólitískt veganesti sitt úr höndunum. Hann er að missa flokkinn og þjóðina úr höndum sér.

Vond eru örlögin fyrir Steingrím Jóhann.... sem á ekkert nema vondar ákvarðanir og vonda valkosti í boði eftir hin afdrifaríku pólitísku afglöp og mistök. Þetta Icesave-mál er að verða hans Íraksmál. Hann er á sömu leið og Halldór Ásgrímsson forðum daga... og það á mettíma.

mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband