Er Bjarni Ármannsson að flytjast til Akureyrar?

Ein kjaftasagan sem maður heyrir er að Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Íslandsbanka og Glitnis og stjórnarformaður REI, sé að hugleiða að flytjast til Akureyrar. Honum telji sér ekki vært á höfuðborgarsvæðinu eftir ágang að undanförnu og börnum hans leiðist í Noregi þar sem þau ætluðu sér að búa. Varla er við því að búast að tilveran sé jákvæð fyrir mann sem hefur haft allt en misst allt að því æruna og um leið orðið einn hataðasti maður landsins á mjög skömmum tíma.

Ég sá fjölda hinna svokölluðu útrásarvíkinga hér á Akureyri helgina sem pollamótið var haldið. Ef setið var á Bláu könnunni og gengið um miðbæinn mátti rekast á allnokkra og ég rakst á Sigurð Einarsson í Kaupþingi. Þetta var örugglega hann, varla var hann í sumarbústaðnum sínum í Borgarfirði. Varð var við að þessir útrásarvíkingar vöktu athygli fólks. Veit svosem ekki hvort eitthvað var vegið að þeim, en ég heyrði mikið talað um heimsókn þeirra dagana á eftir.

Skil svosem vel að Bjarni vilji flytja út á land og telji það rólega vist. En ég er viss um að ólgan vegna útrásarvíkinganna er litlu minni þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þú hefur alla mína samúð sem akureyringur.

Mér finnst ótrúlegt að Bjarni sé að flytja heim ... ætli hann taki með sér þýfið? eða er það allt á góðum stað í Tortola eða Swiss ?

kv.

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hann á víst hús í Brekkugötunni. Flytji hann hingað þá verður hér megn óþefur sem ekki einu sinni norðan nepjan nær ekki að hrekja í burtu eða þannig.

Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæll ég yrði ekki hissa

Ólafur Th Skúlason, 27.7.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband