Ómerkileg framkoma

Mér finnst það vægast sagt ómerkilegt hjá Fortis-banka að frysta peninga til Íslands vegna skulda föllnu íslensku bankanna. Þetta er eitt dæmið um hversu ómerkilega er sótt að Íslandi á þessum erfiðu tímum. Við erum beitt mjög vægðarlausum hnefarétti og það versta er að við eigum fáa vini á alþjóðavettvangi. Greinilegt er að það á að pynda og berja Íslendinga til að sætta sig við eitthvað sem engin þjóð í alþjóðlegu samstarfi myndi sætta sig við.

Æ betur sést að við eigum að taka á okkur miklar byrðar gegn því að fá aðgöngumiða inn í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Verst af öllu er að þeir stjórnmálamenn eru til hér á Íslandi sem eru tilbúnir að semja Ísland í vonlausa stöðu til að eygja von á nokkrum skrefum í áttina að gömlum pólitískum draumi, sem hefur verið mjög fjarlægur lengi. Ekki þarf að undra að Samfylkingin gengur þar fremst í flokki.

Framkoman við Ísland í Fortis-banka er lýsandi um hvernig staða Íslands er. Þar er eflaust mörgum um að kenna, en mikill ábyrgðarhluti er að taka eina þjóð af kortinu fyrir afglöp nokkurra.

mbl.is Sitja á hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætli sé verið að pína Ísland inn í ESB?

Sigurður Þórðarson, 27.7.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband