Tímabært að Martin Scorsese fái óskarinn

Martin_Scorsese_fikk_12676cÞað hefur fyrir löngu vakið athygli að leikstjórinn Martin Scorsese hefur aldrei hlotið leikstjóraóskarinn frá bandarísku kvikmyndaakademíunni. Er ég sammála kvikmyndaspekingum um að nú sé sannarlega kominn tími til að Scorsese fái óskarinn. Hann hefur verið sniðgenginn þar ár eftir ár. Hann var ekki einu sinni tilnefndur fyrir leikstjórnina á meistaraverkinu Taxi Driver árið 1976 en hlotið fimm tilnefningar; fyrir Raging Bull, The Last Temptation of Christ, Goodfellas, The Gangs of New York og The Aviator.

Nú stefnir í að hann fái sjöttu tilnefninguna, nú fyrir The Departed, sem er án nokkurs vafa ein besta kvikmynd ársins 2006. Algjört meistaraverk svo vægt sé til orða tekið. Mér finnst það fyrir löngu orðinn ljótur blettur á bandarísku kvikmyndaakademíunni hvernig þeir hafa sniðgengið Scorsese og kvikmyndir hans. Ég hélt í fyrra að hann myndi fá óskarinn fyrir The Aviator, en þá fóru verðlaunin til Clint Eastwood. Taldi ég að hann fengi verðlaunin bæði fyrir myndina, svo og
glæsilegt framlag til sögu kvikmyndanna. Svo fór ekki.

Martin Scorsese hefur til fjölda ára verið einn af mínum uppáhaldsleikstjórum. Það mun verða kvikmyndabransanum til vansa fái hann ekki Óskarinn að þessu sinni og það hlýtur að verða að nú sé komið að því. Það er því ekki undarlegt að vinir hans og velunnarar séu farnir að vinna að því að nú komi að því. Sumarið 2003 skrifaði ég ítarlegan pistil um leikstjóraferil og ævi Scorsese og ég bendi á hann hér með.

mbl.is Matt Damon: Löngu orðið tímabært að Scorsese hljóti Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Fari svo að Marty auðnist ekki að hljóta þessa löngu verðskulduðu vegtyllu verður hann þriðja höfuðskáldið kvikmyndanna sem ekki hljóta um ævina Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri. Hinir eru Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick. Það er gersamlega galið að þessir tveir hafi aldrei hlotið þessa viðurkenningu hjá akademíunni... en höldum í vonina fyrir hönd Scorsese.

Jón Agnar Ólason, 21.12.2006 kl. 00:11

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg innilega sammála þér. Ég trúi ekki öðru en að Scorsese fái óskarinn núna. Tapi hann sjötta skiptið í röð er eitthvað mikið að.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2006 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband