Konan í gulu dragtinni deyr

Međ andláti Corazon Aquino lýkur merkilegu tímabili í sögu Filippseyja og í stjórnmálasögu Asíu sem kenna má viđ Marcos og Aquino - valdaátökin miklu sem enduđu međ falli Marcos-stjórnarinnar áriđ 1986 og er konan í gulu dragtinni náđi völdum. Eftir ađ eiginmađur hennar, Ninoy, var myrtur viđ heimkomuna til Filippseyja áriđ 1983 varđ Cory Aquino andlit byltingarinnar gegn stjórnvöldum í Filippseyjum, gulu byltingarinnar fyrir nýju og breyttu samfélagi.

Fall Marcos-stjórnarinnar, ţegar Reagan-stjórnin sneri baki viđ Marcos og pólitískum fantabrögđum hans, var táknrćnt í meira lagi fyrir nýja tíma í stjórnmálum í Asíu. Međ gulu og léttu yfirbragđi, sem táknuđu bjartari og betri tíma, komst hún til valda. Frćgt var ađ gerđar voru um tuttugu tilraunir til ađ steypa henni af stóli. En kjörtímabiliđ klárađi hún. Síđan varđ hún einskonar táknmynd umbrotatímanna í stjórnmálasögu landsins.

Nú er hún fallin frá. Skömmu fyrir endalokin kom hún úr sjálfskipađri ţögn eftir starfslokin til ađ reyna ađ fella Gloriu Arroyo ađ velli, annan kvenforseta landsins. Sú barátta vakti athygli og varanleg vinslit milli ţessara kvenrisa í pólitískri sögu landsins. Cory Aquino ţorđi í pólitík. Hennar verđur minnst fyrir sumpart umbrotatíma en líka ađ vera andlit breytinga til ađ binda enda á grimmd og einrćđi.


mbl.is Corazon Aquino látin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband