Mikið lagt á sig fyrir nokkra þúsundkalla

Svei mér þá ef ránin í verslunum á höfuðborgarsvæðinu eru ekki hætt að verða stórfréttir. Þetta er að verða reglulegt fréttaefni. Það hlýtur að vera mjög aðframkomið fólk sem leggur á sig verknað af þessu tagi. Það er allavega mikið lagt á sig fyrir nokkra þúsundkalla.

Virðist jafnan vera um að ræða ræða unglinga sem vantar smá skotsilfur í vasann sem tekur þá ákvörðun að grípa til vopna og ráðast inn í næstu verslun til að reyna að fá pening, oftast til að kaupa sér dóp.

En svona er þetta víst; við erum að verða eins og 300.000 manna úthverfi í bandarískri stórborg, þar sem ráðist er á fólk án tilefnis úti á götu, verslanir rændar og eigur fólks skemmdar.

mbl.is Vopnað rán í 11-11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Sammála

Pældu í því ef sömu orku yrði eitt í þá sem rændu þjóðina.. ufff.. 

Sigurjón Páll Jónsson, 4.8.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband