Árni og töfrastundin í Herjólfsdal

Hvað sem segja má um Árna Johnsen verður ekki um það deilt að brekkusöngur hans í Herjólfsdal er tær snilld. Honum tekst þar að láta fólk gleyma pólitík og skoðunum á sjálfum sér um stund og heilla alla sem eru á staðnum. Stemmningin á brekkusöng í Herjólfsdal er engu lík. Þar fer hann á milli laga af fagmennsku og vandvirkni og tekst að sameina alla í fjöldasöng.

Slíkt er afrek og allir sem hafa upplifað þennan viðburð vita hvað ég meina þegar sagt er að Árni er engum líkur. Hann nær að sameina fólk þessa kvöldstund óháð öllu öðru, m.a. eftir því hvaða pólitískar skoðanir þeir hafa á honum og fortíð hans.

mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kann að allt að vera rétt, en maðurinn er vita laglaus og vel mætti senda beint frá Akureyri á næsta ári.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband