Steingrímur J. vinnur gegn hagsmunum Íslands

Mér finnst raunalegt að sjá Steingrím J. Sigfússon vinna gegn hagsmunum Íslands með því að taka frekar málstað Bretlands og Hollands en okkar. Ef hann væri einlægur talsmaður íslenskra hagsmuna myndi hann taka undir með Ragnari Hall og reyna að berjast fyrir því að borga minna en okkur er ætlað. Illa er komið fyrir Íslandi þegar stjórnvöld taka frekar málstað þeirra sem ráðast harkalega gegn íslenskum hagsmunum.

Ég verð að viðurkenna að ég taldi að einhver bógur væri í Steingrími J. Sigfússyni - hann væri hugsjónamaður og einlægur baráttumaður sinna stefnumála. Þegar á reyndi var það rangt mat. Hann var aumur bógur og seldi allar hugsjónir fyrir völd. Og nú vinnur hann gegn hagsmunum Íslands.

Þeir hljóta að vera sárir sem kusu þennan mann vegna hugsjóna hans.... hugsjónanna sem hann sveik.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Já Stefán það var kraftur fyrir kosningar eingin kunni neitt nema Steingrímur en datt svo um fætur Jóhönnu og umsnérist svo um munaði, Ekki trúi ég öðru en þeir sem kusu flokkinn séu orðnir svolítið lúnir og sárir eftir slíkan viðsnúning.

Jón Sveinsson, 6.8.2009 kl. 20:15

2 identicon

Það var aumt að sjá Steingrím fjármálaráðherra í kastljósinu áðan þar sem fram kom hjá honum að hann er tilbúinn að bakka með allar skoðanir einungis til að halda ráðherrastólnum og varna því að sjálfstæðisflokkurinn komist til valda aftur. Það er hörmung að hafa svona einstaklinga til að stjórna landinu og ef einhver gæti komið með lausn á því hvernig hægt er að víkja svona fólki úr sæti væri það vel þegið frá minni hálfu. Hann er til í að semja um allt bara ef hann getur haldið áfram að sitja í ráðherrastól jafnvel þótt það kosti landsmenn alla skuldagíslingu mörg ár fram í tímann. Hryllingur!

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur hefur sett allt til hliðar og selt allt fyrir völdin - flóknara er það ekki

Óðinn Þórisson, 6.8.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ef Steingrímur vinnur gegn hagsmunum Íslands, hvað má segja um stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu sem stóðu vaktina fyrir og í hruninu? 

Það er auðvita auðvelt fyrir skipstjórann sem strandaði skipinu, fór fyrstur í land að krítiserar björgunaraðgerðir!

Það er ekki hægt að stjórna björgunaraðgerðum af hugsjón.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.8.2009 kl. 21:57

5 identicon

Finnst þú líka stundum hafa skrifað nokkuð skynsamlega, en þetta er bara rugl hjá þér...! Ef þú heldur ennþá að Íslendingar séu svona rosalega merkilegir, að þeir þurfi ekki að taka afleiðingum gerða sinna, þá áttu hreinlega bágt. Að þú svo mikið hatar Steingrím, sem gerir góða hluti í erfiðu jobbi er enn verra...! Gerir þig sekan um áróður, sem er ekki þjóðinni í hag..!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:20

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn... er hægt að vera svona blindur.. en það þýðir víst ekki að ræða þetta við þig... þú trúir þessu sennilega sem þú ert að skrifa.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband