Túrkmenabashi bráðkvaddur

Saparmurat Niyazov Í yfir tvo áratugi stjórnaði Saparamurat Niyazov, forseti Túrkmenistans, ríki sínu með harðri hendi og var að fyrirskipan stjórnar sinnar ígildi Guðs þar. Einu gat þó einræðisherrann, sem nefndur var Túrkmenabashi hinn mikli, ekki ráðið frekar en aðrir; dauðanum. Hann varð bráðkvaddur í nótt, 66 ára að aldri, er hann lést úr hjartaáfalli. Skv. tilkynningu nú í morgun verður hann jarðsunginn á aðfangadag. 

Niyazov hefur ríkt í Túrkmenistan frá árinu 1985, á meðan það tilheyrði enn gömlu Sovétríkjunum. Hann hefur ríkt þar sem einræðisherra frá falli kommúnismans í upphafi tíunda áratugarins. Persónudýrkun hans í nafni kommúnismans varð svo yfirþyrmandi að hann var nefndur faðir allra Turkmena og var landið allt veggfóðrað af myndum af honum og hann var dýrkaður sem trúarleg fígúra væri.

Segja má að persónuleg dýrkun á einum dauðlegum manni hafi sjaldan verið meiri en einmitt í Túrkmenistan valdatíðar Túrkmenabasha. Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við völdunum í svona kúguðu einræðisríki kommúnisma við þessar aðstæður sem nú eru.

mbl.is Forseti Túrkmenistans látinn 66 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það var svo sannarlega búið að gera þetta samfélag allt innvinklað í persónu þessa manns. Hann var jú dýrkaður með nákvæmlega sama hætti og við kristnir gerum varðandi Jesú Krist. Kostuleg trúardýrkun á stjórnmálamanni. Þarna var auðvitað algjört einræði og kúgun síðustu 15 árin hið minnsta og engum leyft að efast um "mátt og dýrð" þessa einræðisherra. Ömurlegt alveg, en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þar núna þegar að þessi stóra fígúra valds og kúgunar deyr svo snögglega. Jafnframt fróðlegt að sjá hvað gerist á Kúbu þegar að Castro deyr sem væntanlega mun gerast fljótlega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2006 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband