Það er seigt í Íslendingum

Vandamálin hafa hrannast upp í íslensku samfélagi eftir hrunið. En vandamálin eru til að takast á við þau. Þó íslenska þjóðin hafi kannski eitthvað bognað er ég viss um að hún brotnar ekki eða sættir sig ekki við að gefast upp. Það er seigt í íslensku þjóðinni. Þó einhver uppgjafatónn sé í einhverjum er ég viss um að þjóðin stendur saman um að sigrast á þessum vandamálum og horfa fram á veginn, reyna að skapa sér framtíð og tækifæri í þessum vanda.

Þannig er Íslendingum best lýst og ekki þeim líkt að láta vandann sigra sig.

mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Íslendingar eru líklega ekkert seigari en aðrar þjóðir, t.d. Evrópuþjóðir sem þurftu að ganga í gegnum tvær styrjaldir á 20. öld. Við höfum ekkert reynt miðað við þær. Þó hér sé talað um heila þjóð, vegna sérstakra aðstæða, leggst þunglyndi á einstaklinga en ekki þjóðir, einstaklingarnir sem hugsanlega fá þunglyndi núna eru hins vegar svo margir, fleiri en við venjulegar aðstæður. Sálfræðingurinn er að tala um þunglyndi, sem sérstakan sjúkdóm sem fyrir löngu hefur verið skilgreindur. Hann er ekki að tala það sem kalla má ''uppgjöf'' í venjulegri merkingu. Ekkert er eins tilgangslaust og klappa á bakið á þunglyndum manni ogsegja honum að gefast ekki upp. Það verður að beita öðrum aðferðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.8.2009 kl. 10:56

2 identicon

Tralalalala og allir saman nú!!!!

Bjartsýniskveðjur,

S. Árnadóttir

Snjáfríður Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband