Veruleikafirring Jóhönnu

Erfiðlega ætlar að ganga fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að átta sig á því að Icesave-málið fer ekki í gegnum þingið að óbreyttu. Málið er fallið í höndum ríkisstjórnarinnar. Enginn þingmeirihluti er fyrir málinu í þeirra röðum. Veruleikafirringin er samt algjör. Enn er talað um að hægt sé að setja einhliða fyrirvara við samning, fyrirvara sem Bretar og Hollendingar munu aldrei sætta sig við.

Tvennt er í stöðunni; annað hvort flautar ríkisstjórnin þennan samning af og reynir að semur upp á nýtt eða málið verður fellt í þinginu.... þá væntanlega eru örlög ríkisstjórnarinnar undir. Illa virðist ganga fyrir Jóhönnu og Steingrím að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna að þeim varð á við gerð samningsins og þau hafa ekki þingmeirihlutann sinn með sér í málinu.

Enn undarlegra er að stjórnarþingmenn á borð við Björn Val Gíslason ráðist að stjórnarandstöðunni fyrir að neita að styðja þennan handónýta samning Svavars Gestssonar, samning á pólitískri ábyrgð vinstri grænna, á meðan þeir hafa ekki einu sinni þingmeirihlutann með sér. Algjör veruleikafirring.

Held að þetta lið ætti að fara að vakna og viðurkenna orðinn hlut... þetta mál er dautt í höndunum á þeim.


mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

þAÐ ER NÚ GOTT EF SATT REYNIST, Að það séu fólk í stjórninni sem hafa vit í kollinum vonandi lætur það ekki undan þeim Steingrími og Jóhönnu.

Jón Sveinsson, 10.8.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband