Fjölskylda rifin upp með rótum

Borghildur Guðmundsdóttir stóð sig mjög vel í Kastljósi kvöldsins þegar hún talaði um þá afarkosti sem blasa við henni, að þurfa að rífa börn sín upp með rótum úr íslensku samfélagi og halda til Bandaríkjanna - án þess að hafa atvinnu- eða dvalarleyfi.

Hef mikla samúð með henni, enda eru aðstæðurnar mjög vondar og eiginlega verið að rífa fjölskylduna alla upp og haldið út í algjöra óvissu, sérstaklega fyrir hana þar sem alls óvíst er hvað gerist þegar hún þarf að fara úr landi eftir 90 daga.

Mér finnst þetta svolítið hranaleg vinnubrögð, enda er fjarri því augljóst að hún geti náð að koma undir sig fótfestu í Bandaríkjunum í þeim þrönga tímaramma, þegar hún hefur ekki einu sinni efni á farseðlunum.

Þetta var gott viðtal og ég tel að Borghildur hafi staðið sig vel. Vona að henni takist að klára þetta mál vel miðað við þessar erfiðu aðstæður.

mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já makalaust hvað Íslendingar geta verið miklir hræsnarar. Lestu þetta vinur og þá vonandi sérðu aðra hlið á málinu: http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/entry/928756/

The Dave (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stefán:

Velflest mál eiga sér tvær hliðar. Sjálfur var ég giftur konu sem var hálfur Þjóðverji og hálfur Finni og eigum við saman tvær dætur og eina fósturdóttur. Við skildum hér á landi og höfum sameiginlegt forræði og gengur það mjög vel. Öll samskipti mín við mína fyrri konu einkennast af vinsemd og virðingu.

Fyrst eftir skilnaðinn hafði hún áhuga á að flytja til Þýskalands eða Finnlands, en gat það ekki vegna samningsins um sameiginlegt forræði. Hefði hún látið verða af því að yfirgefa landið, hefði ég náði í börnin til baka til Íslands á grundvelli Haag-samningsins. Hefði það verið óeðlilegt af mér? Skilnaðurinn fór fram hér og ákveðið að lögheimili barnanna yrði hér á landi, börnin voru hálfir Íslendingar, en aðeins 1/4 Þjóðverjar og 1/4 Finnar.

Verðum við ekki að sjá þetta í aðeins víðara ljósi? Við Íslendingar verðum aðeins að hugsa þessi mál upp á nýtt! Í fyrsta lagi skildu þessi hjón í Bandaríkjunum og farið var eftir bandarískum rétti. Í öðru lagi eru börnin hálfir Bandaríkjamenn. Í þriðja lagi á faðir rétt á við móðurina. Í fjórða lagi erum við aðilar að Haag samningnum og hann virkar sem betur í báðar áttir og fyrir karlmenn sem konur erlendar sem innlendar, það er eðli samninga að báðir öðlast yfirleitt réttindi og skyldur.

Íslendingar hafa ekki sjálfkrafa á réttu að standa og útlendingar á röngu að standa, þetta er bara ekki svona einfalt! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.8.2009 kl. 07:14

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sá ekki viðtalið í Kastljósi en hef lesið um málið og heyrist orðið hranalegt eiga nokkuð vel við vinnubrögð dómstóla í þessu máli.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 07:39

4 identicon

Er ekki sammála þessari færslu né HHS. Var að lesa blogg Daggar Páls og í þessu tilfelli er ég sammála henni og er það ekki oft að ég sé henni sammála.Ég veit að þetta er ekki sambærilegt við mál Soffíu Hansen, en hvernig tókum víð á því, allt var gert til að hún fengi dætur sínar til Íslands þar sem hún hafði forræði samkvæmt okkar lagaskilningi. Er það ekki svo að það er ekki búið dæma í forræðisdeilu foreldranna og konan ( Borghildur) verður að beygja sig undir landslög beggja landa. Eða er það skoðun bloggara að ein lög gildi fyrir íslendinga og önnur fyrir alla aðra.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband