Borgarahreyfingin fuðrar upp í hjaðningavígum

Á örfáum vikum hefur pólitískur trúverðugleiki Borgarahreyfingarinnar gufað upp. Púður hennar og kraftur fer mest í innbyrðis sundurlyndi og hjaðningavíg. Hreyfingin hefur á nokkrum vikum breyst í pólitískan vígvöll svipaðan þeim og Frjálslyndi flokkurinn var á síðasta kjörtímabili sínu á Alþingi.

Held að margir hafi efast um fyrir kosningar að þessi flokkur lifði kjörtímabilið, en átti varla von á að hann lifði ekki sumarið. Fólkið í þingsætum Borgarahreyfingarinnar virðist meira hugsa um sínar persónur... egóið hefur tekið öll völd... málefnin vikið fyrir persónulegu skítkasti.

Þetta er ögn neyðarlegt... en eflaust það sem búast má við frá stjórnmálahreyfingu sem var ekki sammála um neitt nema andstöðu og hafði fá mál almennt orðuð á stefnuskránni. Límið endist ekki þegar allt púðrið snýst um að naga skóinn af hvor öðrum innbyrðis.


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah, ég held að þú sért að einfalda málið aðeins og full svartsýnn … Það er einn aðili í flokknum sem er að hugsa meira um sjálfa sig en hinir, og þegar hinir reyna að slétta úr því Þráast sá aðili við því. Ekki er það hreyfingin öll sem lætur þannig. Borgarahreyfingin er búin að vera að gera marga góða hluti og jafnvel betri hluti en aðrir flokkar, þrátt fyrir smæð sína. Þetta er gáfað fólk, með sterka siðferðis- og réttlætiskennd og ég tel að þau geti alveg haldið út kjörtímabilið.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég efa ekki, Halldór minn, að þeir sem kusu Borgarahreyfinguna í vor séu gott fólk sem vildi breytingar og nýja sýn. Þeir sem sitja í þinghópnum hafa hinsvegar gleymt sér í persónuríg frekar en málefnabaráttu. Það er hin sorglega staðreynd. Þau hafa eyðilagt fyrir hreyfingunni sem þau eru kjörin til starfa fyrir á þingi. Þau hafa öll lagt þar hönd á plóg til að veikja hreyfinguna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.8.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband