Sterk fjölmiðlaframkoma

Byrgið Það er ekki hægt að meta viðtalið á Stöð 2 við konuna sem segist hafa átt í ástarsambandi við Guðmund Jónsson öðruvísi en sem sterka fjölmiðlaframkomu. Þar var talað hispurslaust og án alls hiks. Það er alveg ljóst að sé allt sem kom fram í þessu viðtali satt, sem flest virðist óneitanlega benda til, er Guðmundur í mjög vondum málum og þá allt staðfest sem kom fram í hinum umdeilda Kompásþætti á Stöð 2 fyrir tæpri viku. Það er ljóst að þessi kona talar með öruggum hætti og segist hafa óyggjandi gögn til stuðnings málflutningi sínum.

Það er að ég tel alveg ljóst að enginn myndi þora að koma fram í svona viðtal og leggja í svona nokkuð nema vera með nokkuð öruggt og traust bakland, hafa sannleikann nokkurnveginn örugglega sín megin. Eiginlega verður sjálfsagt sláandi að sjá hvað tekur við eftir þetta viðtal. Þessi kona segist hafa fullan síma af SMS-skilaboðum, myndefni og fullt af tölvupóstum í tölvu sinni. Eitt sem vakti meiri athygli en annað er að konan segist ætla að kæra Guðmund fyrir fjársvik. Það var athyglisvert sem vikið var að í þeim efnum og óneitanlega stóralvarlegt mál.

Það er alveg ljóst að segi þessi kona satt frá málum hefur Guðmundur Jónsson varla sagt eitt satt orð í Kastljósviðtali á þriðjudagskvöldið. Það er alvarlegt mál. Það sem er auðvitað alvarlegast ef allt er satt sem fram kom í Íslandi í dag í kvöld um þetta tveggja ára langa ástarsamband er að forstöðumaður meðferðarstofnunar hafi átt í ástarsambandi við skjólstæðing sinn og misnotað það traust sem til staðar var með ýmsum hætti. Það er alvarlegt mál og greinilegt að enn á margt eftir að koma fram í öllum þessum málum. Ef marka má fréttir Stöðvar 2 stefnir allt í að fleiri konur komi fram.

Það er ekki hægt annað en að dást að hugrekki þessarar konu að koma fram fyrir alþjóð og rjúfa þögnina um meginhluta málsins, sem margir höfðu skoðun á en hristi upp í þjóðinni svo um munaði. Það sem mér finnst mest sláandi er hvernig Guðmundur hefur notað trúna til að ná yfirtökum á þessari konu og trúarlegt tal sem er auðvitað mjög skelfilegt. Það er allavega ljóst að varla getur Byrgið starfað lengur með óbreyttum hætti sé allt sem kom þarna fram í sjónvarpsviðtalinu hið sanna í málinu.

mbl.is Segist hafa átt í sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Það þarf mikinn kjark að koma svona fram fyrir þjóðina og opna sig, því auðvita verður hún dæmd fyrir að vitað að Guðmundur væri giftur og annað eftir því. Ég dáist af þessari ungu stúlku, og vona að hún fái þá vermd  og hjálp, sem hún þarf svo sannalega, í þessu máli. Það á eftir að koma meira upp á yfirborðið. 

Sigrún Sæmundsdóttir, 22.12.2006 kl. 04:52

2 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Mikið hugrekki sem þessi stúlka sýndi með því að koma fram. Er það annars bara ég, eða er það ekki svoldið skondið að alnafni Guðmundar Jónssonar tilnefni hana sem konu ársins?

Agnar Freyr Helgason, 22.12.2006 kl. 09:45

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Öryggið uppmálað í frásögn sinni. Hneigist til að taka mark á málflutningi hennar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2006 kl. 12:51

4 identicon

Steingrímur Jónsson: mikið hlítur þér að líða illa þegar þú getur ekki óskað Stebba til hamingju með afmælið án þess að þurfa vera með háðsglósur og dylgjur.

 

Betra er seint en aldrei; til hamingju með afmælið Stebbi.

Steinþór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 12:48

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Steinþór minn. :)

Hafðu það gott um hátíðirnar.

mbk. Stebbi

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.12.2006 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband