Afmæli

Stefán Fr. Jæja, ég á víst afmæli í dag. Ætla að vona að 29 sé ekki ógæfutala í mínu lífi. Held í vonina svo lengi sem mögulegt er allavega. :) Annars, árin líða orðið helst til of hratt að mínu mati, eflaust erum við fleiri sammála um þetta. En svona er víst lífsins gangur bara. Að ári þarf ég að huga að almennilegri afmælisveislu, enda mun ég þá fylla tug. En að því síðar. 

Það eru margir sem hafa sent mér kveðjur með ýmsu móti í dag. Gott að vita til þess að ættingjar, vinir og kunningjar á kafi í jólastressinu hafi munað eftir manni. Það verður seint sagt að ég hafi valið þennan afmælisdag sjálfur, en það er skemmtileg nostalgía við að halda upp á afmæli á þessum tíma, rétt áður en menn minnast Jesú Krists Jósefssonar.

Ég vil þakka allavega öllum þeim sem mundu eftir deginum og komu til skila góðum heillaóskum og kveðjum - eru sannir vinir. Annars er aldrei nægilega hægt að þakka fyrir eða meta til fulls að ég tel sanna og góða vináttu. Það var notalegt að finna fyrir hlýjum kveðjum og því að svo margir skyldu muna eftir deginum. Kærar þakkir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Til hamingju með daginn vinur og ekki fara að byrja að barma þér strax á nýju ári..svona tölulega séð..og ég get sko lofað þér alveg upp á æru og trú að það verður mikið skemmtilegra eftir að þú ert orðinn 30..Sko bara þetta..." það sem tvitugur getur, gerir þrítugur betur"  svo verða þér allir vegir færir þegar þú verður fertugur.." allt er fertugum fært"og þegar maður verður fimmtugur þá getur maður sko loks orðið " fitt og flott fimmtugur" þannig Stebbi minn engan barlóm... njóttu bara lífsins og lifðu því lifandi..og hafðu gaman af því að vera til.. eða eins og ein gömul sagði... þegar hún varð 100 ára var hún  spurð af fréttmanni hvort það væri eitthvað sem hún sæi eftir eða iðraðist  á æfinni... sú gamla sagði að það væri eitt....Þess sem hún gerði ekki... Knús og  til þín vinur..

Agný, 22.12.2006 kl. 19:28

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Til hamingju bloggvinur!!! Samkvæmt rannsóknum ert þú orðinn nógu gamall til að fá þér í glas í hófi án þess að skemma heilafrumurnar mikið. Góða skemmtun!

Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.12.2006 kl. 21:13

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með daginn.

Björg K. Sigurðardóttir, 22.12.2006 kl. 22:31

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingu með daginn Stebbi.

Það er sérstakt að vera svona " jólabarn " án efa.

kær afmæliskveðja. gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.12.2006 kl. 00:23

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kærar þakkir fyrir þessar góðu kveðjur. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.12.2006 kl. 00:51

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil vísa því algjörlega á bug að ég sé öfgamaður. Sá sem heldur slíku rugli fram þekkir mig greinilega ekki.

Ég vil ennfremur vísa því á bug að ég hafi verið eitthvað "vitlaus" í mínum hugsjónapælingum eða trúað á Sjálfstæðisflokkinn í einhverri blindni. Ég hef einmitt þvert á móti alveg þorað að gagnrýna minn flokk, sem ég tel fjarri því algjörlega fullkominn. Það er ekkert í þessum heimi fullkomið. Hafi mér mislíkað verk einhverra sjálfstæðismanna eða eitthvað sem í þessum flokki hefur gerst hef ég óhikað gagnrýnt það. Ég trúi ekki á neitt í stjórnmálum í blindni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.12.2006 kl. 01:09

7 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Innilega hamingujuóskir með daginn í gær.

Sigrún Sæmundsdóttir, 23.12.2006 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband