Níðingsleg framkoma við Íslendinga

Ánægjulegt er að dálkahöfundur í Financial Times taki málstað Íslands á örlagatímum. Framkoma Breta við íslensku þjóðina hefur verið lágkúruleg og níðingsleg í meira lagi. Þeir hefðu aldrei komið svona fram við þjóð sem hefði gripið til vopna og getað varið sig. Verst af öllu er að við höfum sætt okkur við þetta ofríki og ekki reynt að vígbúast. Bretar hafa komist upp með að níðast á þjóð sem hefur ekki herafla en er samt sem áður bandalagsþjóð í NATÓ. Þetta er algjörlega ólíðandi.

Eftir því sem málstaður Íslands er betur kynntur í Bretlandi og á alþjóðavettvangi mun staða okkar styrkjast. Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega brugðist í að tala okkar málstað síðasta árið, sérstaklega á erlendum vettvangi. PR-hliðin hefur algjörlega brugðist. Ónýtir íslenskir stjórnmálamenn á ráðherrastólum á lykilstöðum hafa þar leikið mikilvægustu rulluna í að eyðileggja fyrir okkar hlið mála.

Það er sorgleg staðreynd, vægast sagt.

mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband