Þurfti að hugleiða hvort skuldir færu í innheimtu?

Sjálfsagt og eðlilegt er að Björgólfsfeðgar taki á sig skuldir sínar, eins og Jón og Gunna úti í bæ. Hví tók það einhverjar vikur að taka ákvörðun um að þeir þyrftu að borga - skuldin færi í innheimtu? Er ekki eðlilegt að þeir fái sömu meðferð og aðrir sem skulda? Var virkilega verið að íhuga tilboð þeirra um að borga helming en hitt yrði fellt niður?

Þar sem nokkrar vikur eru liðnar frá því að tilboð hinna skuldsettu feðga varð opinbert er eðlilegt að hugleiða hvort það hafi komið til greina að taka því? Allt hefði orðið vitlaust í samfélaginu hefðu þessir feðgar fengið sérmeðferð og hliðardyr út úr vanda sínum. Kaupþing þá fyrst kynnst hatri í samfélaginu, mun frekar en í lögbannsmálinu.

mbl.is Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er svo sannarlega einkennilegt að það skuli hafa tekið fleiri vikur að ákveða hvort ætti að innheimta skuldina. Ef við meðaljónarnir slysumst til að gleyma að borga einn skitinn reikning upp á nokkra þúsundkalla, þá líða nú oftast ekki margar vikur og stundum jafnvel bara örfáir dagar áður en hótunarbréfin byrja að berast. Menn hafa meira að segja fengið á sig Intrum fyrir skuldir sem þó var búið að semja um fyrir eindaga og þar með komnar í eðlilegt uppgjörsferli.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband