Uppgjör í móðu - mistökin á vakt Geirs

Ég hlustaði áðan á Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á BBC World Service. Að mörgu leyti gott viðtal og ágætis umfjöllun, en enn og aftur virðist sem Geir geti ekki gert upp fortíðina hreint út og viðurkennt að margt fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins. Margir sem treystu Geir fyrir fjöreggi þjóðarinnar og halda utan um þau mál sem mestu skiptir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Ég er einn þeirra.

Geir H. Haarde ber mikla ábyrgð á því að hafa ekki gripið í taumana. Sjálfur hefur hann vikið af sviðinu, þá ákvörðun ber að virða. Ríkisstjórn hans svaf á verðinum - ekki verður litið framhjá því að hún  brást algjörlega þegar á reyndi - var reyndar alltaf handónýt. Hún stóð sig ekki í stykkinu þrátt fyrir rúman þingmeirihluta.

Sjálfsagt er að hann viðurkenni þá ábyrgð. Hann átti að gera það fyrir löngu síðan, enda er hún svo augljós. Geir sem verkstjóri þeirrar ríkisstjórnar var þó allavega sýnilegri í þeim verkum en núverandi forsætisráðherra. Ósýnilegri forsætisráðherra höfum við ekki séð í nútíma fjölmiðlun síðustu áratuga.

Stóra vandamál Íslands síðustu árin er að okkur vantar alvöru leiðtoga - sem gætir hagsmuna Íslands og stendur sig í stykkinu, stappar stálinu í þjóðina og leiðir hana í blíðu sem stríðu. Margir treystu Geir í því hlutverki en mjög margt fór úrskeiðis. 

Greinilegt er þó að stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna voru mikil pólitísk mistök. Sú ríkisstjórn skildi eftir sig vont bú og þessir flokkar náðu ekki að vinna heilsteypt saman. Eina sem hélt samstarfinu saman voru trúnaðarbönd Geirs og Ingibjargar. Stjórnin svaf á vaktinni.

Ég er einn þeirra sem varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með pólitíska forystu Geirs. Ekki aðeins hans heldur fleiri innan flokksins sem leiddu okkur út í stjórnarsamstarf sem var andvana fætt. Þeir sem voru þá á vaktinni eiga ekki skilið annan séns.

Met mikils að menn geti beðist afsökunar. Slíkt er manndómsmerki. Margir fleiri þurfa að gera það en stjórnmálamenn. Þeir sem leiddu okkur út í þetta fen, útrásarvíkingar og bankamenn bera stóra ábyrgð sem þeir verða að taka á sig. Þeir hafa sloppið of billega frá þessu.

Ég skynja að Geir iðrast sinna mistaka. En hann greinilega túlkar stóru mistökin sín að hafa treyst á Samfylkinguna. Æ betur sést hversu mjög hann þóknaðist þessum margsundraða flokki og lagði eigin örlög í hendur aðila sem voru ekki heilsteyptir.

Sá verður stóri dómur Geirs og þeirra sem áttu að vera á vaktinni með honum en brugðust algjörlega. Ekki er boðlegt að segja þjóðinni að það hafi verið of seint að gera eitthvað. Niðurstaðan er einföld og verður ekki umflúin: þau brugðust.


mbl.is Of seint að bregðast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hárrétt hjá Geir að of seint var að grípa til aðgerða á síðasta ári. Það getur hver maður séð. Icesafe reikningar á fullu og hinir bankarnir með vonlausa stöðu. Það sem ekki hefði átt að gerast á síðasta ári, var að leyfa stofnun Icesafe reikninga í Hollandi. 

Vandamálið nær aftur til ársins 2002. Við arfaslæma einkavæðingu ríkisbankana. Þar ber Sjálfstæðisflokkur höfuðábyrgð ásamt Framsókn.  Þetta þarf að gera upp, og engan kattarþvott. Eru Sjálfstæðismenn tilbúnir að horfast í augu við það? Síðasta von til að snúa af braut var árið 2006, í smákrísunni. Í stað þess að minnka umsvif þessarra banka voru t.a.m. stofnaðir Icesafe reikningar. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins og þeirra manna sem réðu för í þeim flokki er algjör. Því miður ykkar vegna snýr þetta ekki að Samfylkingu. Heldur má segja að það sem Samfylking gerði rangt, var að berjast ekki mun meira fyrir inngöngu í ESB, sem breytt hefði íslensku banka-hringavitleysunni algjörlega.

Gísli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Björn Birgisson

Geir Hilmar Haarde að spjalla við BBC. Ekki spjallar hann við þjóð sína. Ekki gerir hann upp málin á heimavelli. Hefur greinilega ekkert við þjóðina sína að segja. Betra að blaðra eitthvað í útlöndum. Stefán, reyndu ekki að bera saman þau Geir og Jóhönnu. Hann brást illilega og sagan mun dæma hann samkvæmt því. Það verður ekki léttbær dómur og honum verður ekki áfrýjað. Verkefni Jóhönnu og stjórnar hennar  er svo risavaxið að það er engan veginn sanngjarnt að leggja nokkurn dóm á það að sinni hvernig til hefur tekist. 100 dagar eru stuttur tími í pólitík. Geir brást þjóð sinni illilega og margir aðrir eru undir sömu sök seldir. Leiðtogar úr öllum flokkum, reyndar allur almenningur, sem mærði sukkið á meðan allt lék í lyndi.    

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nokkuð mikið sammála þessu Stefán Friðrik/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ...............

Björn Birgisson, 19.8.2009 kl. 00:12

5 identicon

Að hver ÞJÓÐ VERÐSKULDI það sem hún kýs yfir sig?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband