Munu Bretar og Hollendingar taka gagntilboði?

Auðvitað er það von allra að fyrirvarar við Icesave-samkomulagið, sem kollvarpa samningnum og gjörbreyta, verði til einhvers gagns. Hinsvegar má búast við að Bretar og Hollendingar líti hornauga fyrirvara við samning sem var undirritaður fyrir tveim mánuðum. Samningurinn er auðvitað pólitísk afglöp þeirra sem bera ábyrgð á honum.

Fyrirvararnir bera þess merki að samningurinn er handónýtur.... í raun er verið að leggja drög að öðrum samningi en þeim sem Svavar Gestsson skrifaði undir í pólitískri ábyrgð vinstristjórnarinnar. Af hverju var ekki samið um þessa fyrirvara í samningsdrögunum hafi þeir skipt vinstristjórnina svo miklu máli?

Stóra niðurstaðan er sú að vinstristjórnin klúðraði málinu, gat ekki gert almennilegan samning né staðið vörð um hagsmuni Íslands. Þess vegna hefur málið verið stopp vikum saman, stjórnarflokkarnir höfðu ekki meirihluta fyrir þeim samningi sem skrifað var undir.

Beðið er nú viðbragða Breta og Hollendinga. Varla þarf að búast við að þeir verði sælir með þann nýja samning sem vinstristjórnin var neydd til að skrifa upp á vegna þingvilja... þegar sá gamli var fallinn í þingferlinu.

mbl.is Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband