Vandræðalegt fyrir Jón Baldvin

JBH talar frá Riga Það er ekki hægt að segja annað en að þessi vika hafi verið erfið og vandræðaleg fyrir Jón Baldvin. Ríkissaksóknari telur ekki efni til að rannsaka hlerunarmálið, hann var tekinn algjörlegn í gegn af Þórhalli Gunnarssyni, ritstjóra Kastljóss, í viðtali í þættinum á fimmtudagskvöld og hefur virkað vandræðalegur í viðtölum eftir það. Skiljanlegt er það.

Það vakti vissulega mikla athygli í Kastljósviðtalinu hversu vandræðalegur Jón Baldvin varð við að ræða um heimildarmanninn sem gat ekki staðfest orð Jóns Baldvins, er hann hafði eftir honum áður. Jafnframt er athyglisverð sú uppljóstrun að heimildarmaðurinn var hættur störfum á því tímabili sem Jón Baldvin talaði um sem það er hann átti að hafa verið hleraður meðan að hann var utanríkisráðherra.

Það er ekki undarlegt að ríkissaksóknari hafi tekið þessa ákvörðun. Það er ekkert haldbært sem staðfestir að Jón Baldvin hafi verið hleraður á þessum tíma og heimildarmenn JBH eru vægast sagt gloppóttir. Það er með ólíkindum að JBH hafi ekkert meira í höndunum. Það er svona eins og hann hafi jafnvel haldið að uppljóstranir hans í október væru jafnvel teknar sem hvert annað djók. Hvað stendur annars eftir í málinu? Ekki neitt satt best að segja. Jón Baldvin hefur svo sannarlega veikst verulega vegna þessa máls og niðurstaða Ríkissaksóknara þarf varla að koma á óvart í ljósi þess sem haldbært telst í málinu.

Já, þetta var vandræðaleg vika fyrir Jón Baldvin.


mbl.is Ekkert sem studdi ummæli um hleranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband