Er eðlilegt að handjárna vegna gruns um ölvun?

Ekki er hægt annað en velta fyrir sér hvort lögreglan sé ekki að fara aðeins yfir strikið með því að handjárna konuna á Miklubraut vegna gruns um ölvun, án þess að staðfest sé að hún sé undir áhrifum. Þetta er frekar ómerkileg framkoma við konuna.

Getur hver sem er hringt í lögguna og klagað einhvern, hvort sem er vegna ölvunaraksturs eða einhvers annars og látið lögguna taka viðkomandi sama hverjar aðstæður eru? Þetta vekur spurningar um framgöngu lögreglu í svona málum.

mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eðlilegt þar sem lögreglan hefur tæki til að sannreyna ölvunar- og lyfjaakstur. Verða að gæta hófs í meðferð valds.

Mér finnst þessar verklagsreglur skrítnar og myndi vilja vita hvort þær standist lög. Ætla mér ekkert að fullyrða um það.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það að handtaka aðila að umferðaslysi án nokkurrar sýnilegrar ástæðna er gersamlega ólíðanlegt og lögreglunni til mikillar hneisu!! Í þessu tilfelli er ung stúlka sem reyndist aðeins þreytt og annars hugar að eigin sögn, sett í járn og færð í lögreglubíl sem hver og einn stórglæpamaður!! Ég held að yfirvöld þurfi að ath hvað virkilega séu að hjá lögreglunni, er málið að þeir séu hreinlega yfirkeyrðir af þreytu?

Guðmundur Júlíusson, 22.8.2009 kl. 19:15

3 identicon

Lögreglan var snögg að handtaka saklausa stúlku, sem gæti eyðilagt sálarlíf hennar, en á meðan ganga fjárglæframenn lausir.

Elvar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:39

4 identicon

Lögregluþjónunum var ef til vill vorkunn. Málsatvik virðast benda til að þeir hafi verið hræddir við stúlkuna sem þeir voru ekki vissir um að ráða við.

Sem betur fer notuðu þeir hvorki maze né rafbyssu. 

valdimar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:41

5 identicon

Það þarf enginn að segja mér það að fólk sem lokið hefur lögreglunámi og lært ýmislegt til að stöðva æst fólk ef það er að missa sig úr æsingi, eigi undir venjulegum kringumstæðum að vera hrætt við 22-23 ára gamla stelpu. (eða yngri þar sem að fréttin segir að um unga stúlku ræði) Lögreglan á að geta tekið á svona málum án þess að fara handjárna stelpuna... Ef þetta er eina lausnin á svona málum þá er ég ekki alveg að ná því hvað nákvæmlega er verið að kenna í lögregluskólanum.

Marri (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 06:55

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Væll er þetta.  Handjárn eru öryggistæki og reglurnar ættu að vera þær að allir sem lögreglan handtekur eiga að vera handjárnaðir.

Steinarr Kr. , 23.8.2009 kl. 09:30

7 identicon

Ég þekki ekki málsatvik eða aðstæður á vetvangi en get þó ekki séð ástæðu til að handjárna einstaklinga sem lenda í umferðaróhappi.  En ég held að þegar lögreglan er að gera eitthverja svona skrítna hluti sem þeir svo vita að var óþarfi að þá er opinberlega alltaf sagt "það var farið í einu og öllu eftir gildandi verklagsreglum".  Ef stúlkan var róleg ætti að vera nóg að biðja hana að koma inn í lögregglubíl til að ræða málin og blása í áfengismæli.

Lenti sjálfur í umferðaróhappi fyrir 10 árum og varð soldið sjokkeraður,hringdi sjálfur á lögregluna til að fá skýrslu og þegar þeir komu, tóku þeir myndir á vetvangi og létu ökumenn blása í áfengismæli, tóku vetvangskýrslu og óku okkur svo heim.  Sá engin handjárn en sennilega hefði verið betra ef þeir hefðu járnað mig, eða hvað?

Störf lögreglunar hafa verið að breytast og álag á lögreglumenn aukist mikið og því má augljóslega búast við fleirri vitleysum og mistökum í störfum þeirra.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband