Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning?

Augljóst er að Hagar riða til falls... eru í gjörgæslu hjá Kaupþingi... ekki vegna þess að fólk er hætt að versla þar... heldur vegna þess að allt er skuldsett upp í rjáfur. Vonandi er að Kaupþingi hugsi frekar um hagsmuni almennings en auðmanna þegar svo er komið.

Enda augljóst að Hagar sem slíkt er að falla með Baugi, enda hvernig gat það annars verið að öll starfsemin gengi hér heima skuldsett í botn meðan allt er hrunið í kringum eigendurna?

Undarlegast af öllu eru viðbrögð forstjóra Haga... gerir hann sér ekki grein fyrir því hvert stefnir? Er veruleikafirringin algjör?

Á enn að reyna að taka hring í gömlu ónýtu hringekjunni... þetta séu árásir á Jóhannes og Jón Ásgeir?

Trúir einhver þeirri vitleysu? Skuldirnar tala sínu máli... alveg óþarfi að snúa þessu upp í sama ruglið.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Stefán maður tekur upp hanska fyrir það sem þú kallar fyrir gömlu ónýu hringekjuna/auðvitað eru þetta árásir á þá  feðga,ekkert annað það er svo mikið af fyrirtækjum skuldsett,að það hálfa væri nóg!!!í öllum geirum,en þetta að ætla að setja þetta yfir sem skilar þó þetta góðum hagnaði,er betra að rekið sé heldur en að tapa öllu/fyrir utan að vöruverð mundi hækka á Íslandi um 20-30%,það er kannski það sem þú vilt verja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.8.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband