Sigmundur Ernir viðurkennir áfengisnotkun

Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður, hefur nú loks viðurkennt hið augljósa, að hafa fengið sér í glas áður en hann mætti til starfa í þingsal á fimmtudagskvöld. Hann var teymdur til að segja satt, en hafði áður reynt að ljúga sig út úr klípunni, áður en sögurnar um golfveisluna urðu opinberar. Þetta er vægast sagt mjög vandræðalegt og er þingmanninum til algjörrar skammar.

Hefði hann strax viðurkennt að hafa verið undir áhrifum hefðu margir eflaust getað fyrirgefið honum og þetta litið betur út, hið minnsta, fyrir hann. Vanur fjölmiðlamaður sem þekkir þankagang pressunnar, sérstaklega þeirrar gulu, á ekki að láta góma sig svona gjörsamlega í bólinu eða með höndina í kökuskálinni.

Vandræðalegt.... þetta er fyrst og fremst spurning um heiðarleika og menn sinni starfinu sínu með sóma. Það gera þeir varla eftir að hafa fengið sér í glas og ræða mikilvægt mál í sjálfum þingsalnum. Trúverðugleikinn er skaddaður á eftir.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef við værum í Svíþjóð væri hann líklega búinn að segja af sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Loksins viðurkennt" segir þú. Það er varla að hann viðurkenni. Hann viðurkennir ekki að hafa kennt áhrifa.

Hér sannast enn og aftur að það er ekki endilega það sem menn gera af sér sem verður þeim að falli, heldur viðbrögð þeirra og eftirleikur.

Þessi uppákoma minnir mig á grein sem Sigmundur skrifaði í blað fyrir nokkrum misserum þar sem hann vildi fá áfengi í matvöruverslanir. Það var helst að skilja á þeirri grein að aðalástæða þess að hann vildi fá vínið í matvöruverslanirnar væri að honum þætti svo óþægilegt að láta sjá sig svona oft í Ríkinu, fólk gæti haldið að hann ætti við áfengisvanda að stríða.

Þóra Guðmundsdóttir, 26.8.2009 kl. 16:02

3 identicon

"Fyrr um daginn hafði ég tekið þátt í golfmóti og setið kvöldverð að því loknu, þar sem ég fékk mér léttvín með matnum. Áður en kvöldverði lauk yfirgaf ég samkvæmið til þess að vera við umræðu í þinginu."

Hvernig komstu þér í þingið Sigmundur Ernir?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:13

4 identicon

Ef hann hefði bara verið undir áhrifum áfengis, hefðu hinir þingmennirnir fundið greinileg áfengislykt af honum. Var hann ekki á einhverjum lyfjum? Aðalmálið er, hvort hann hafi ekið bíl í þessu ástandi og stofnað lífi fólks í hættu. Þá ætti hann að segja af sér.

Stebbi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í fréttum í kvöld var haft eftir Sigmundi Erni að sonur hans hefði ekið honum á milli staða.

Ómar Ragnarsson, 26.8.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Verra vinzdra veimiltítlupakkið vínzötrandi vælir...~

Öngvinn minnizt á þá fráfæru að Zimmi var ekki í vinnunni zinni þegar hann fór í golfpartíið hjá MP fjárfeztíngarbanka & fékk zér tvo í tána, mætti á þingið hífaður & hrezz, alla vega nægjanlega lítt til eftirztöðva að hann náði að mæta í annað golfpartí daginn eftir, hjá 365, fyrirtæki sem að 'rak' hann snemmárz.

Mikið ózkaplega hlýtur nú að vera meira gaman að zpila golf í dag en þá þegar ég lamdi þá krínglóttu með 'Píngi'...

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband