Landsbankanafnið er orðið ónýtt vörumerki

Augljóst er að Landsbankanafnið á sér enga möguleika. Eins og ég benti á í október 2008 er gamla góða nafnið, sem á sér rúmlega 120 ára sögu, búið að vera, er orðið ónýtt í umróti síðustu mánaða. Ekki er hægt að byggja banka til framtíðar á nafni sem hefur verið á hryðjuverkalista, við hliðina á Al-Qaeda, Súdan, Zimbabwe, Talibönum, Búrma og N-Kóreu.

Sá banki á sér enga framtíð, þó tilkynnt hafi verið að hann sé farinn af listanum. Orðsporið er ónýtt og verður að byggja nýja undirstöðu. Þetta eru sorgleg endalok fyrir vörumerki sem þótti traustast í íslensku bankakerfi fyrir nokkrum misserum.

Þó ansi mörg íslensk vörumerki séu búin að vera eftir íslensku útrásina á alþjóðavettvangi er, tel ég, sárast að Landsbankanafnið renni í sandinn - vörumerki sem stóð alla tíð fyrir trausta og stönduga bankastarfsemi fram að útrás.

mbl.is Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið erum við sammála þarna Stefán,þetta er að vara þjóðarskömm/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband