Endurskipulagning í Valhöll

Ég sé að mikið er gert úr endurskipulagningu í Valhöll og breytingum þar innanhúss. Held að það sé eðlilegt að stokkað sé þar upp eftir að fylgi flokksins minnkaði í þingkosningum og ýmsar aðrar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu. Mikilvægt var að færa þar til verkefni og mér finnst Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafa staðið sig vel í þeirri uppstokkun.

Varla var því að búast að allt yrði eins í starfsemi flokksins eftir úrslit þingkosninganna og full þörf á að breyta til. En breytingar af öllu tagi verða sjaldan sársaukalausar fyrir alla hlutaðeigandi. En fyrst og fremst tel ég lykilatriðið í þessum breytingum að þær efli bein tengsl við flokksmenn og skilvirkni verði meiri í flokksstarfinu.

Augljóst er að mikið verk er framundan fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar skiptir mun meira máli hvernig hugað er að flokkskjarnanum frekar en skrifstofuhaldi.

mbl.is Starfsmönnum í Valhöll sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hvað væri best fer svolítið eftir því hvernig þú lítur á það. Það fer eftir því hvort þú meinar hvað sé best fyrir ykkur sjálfstæðismenn til að komast aftur að kjötkötlunum og nauðga íslensku þjóðinni áfram og "gefa bara í" eins og guðfaðir ykkar orðaði það svo skemmtilega eða hvað sé best fyrir íslensku þjóðina.

Þú hlýtur að vera að tala um það fyrra því það er augljóst að best væri fyrir íslensku þjóðina að leggja niður þessi glæpasamtök ykkar.

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs - þetta video er einsog gott rauðvín, verður bara betra og betra

Davíð Arnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 16:28

2 identicon

Sæll Stefán.  Uppsagnirnar í Valhöll valda mér miklum vonbrigðum.  Með uppsögnunum fer frá Valhöll mikil reynsla og þekking á störfum flokksins og manneskjulegu umhverfi hans.   Því ekki að nýta sér mannauð þessa fólks í bland við nýtt starfsfólk sem verið er að ráða, til þess að vera áfram í sem bestum tengslum við hinn almenna flokksmann.    Verum þess minnug að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en fólkið sem í honum er.

Besta kveðja, Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband