Sigurði sparkað - vinstrierjur á Álftanesi

Seint verður sagt að það komi að óvörum að Sigurði Magnússyni hafi verið sparkað af bæjarstjórastóli á Álftanesi. Vinstristjórnin þar hefur verið stjórnlaus og hvorki getað stjórnað Álftaneslistanum og hvað þá sveitarfélaginu - þar hefur verið stjórnarkreppa í allt sumar og í raun verið frekar vont andrúmsloft meginhluta kjörtímabilsins... erjur innan meirihlutans hafa sligað sveitarfélagið og þar er algjört stjórnleysi nú í boði vinstrimanna.

Svona staða er ömurleg fyrir eitt sveitarfélag - þegar eitt framboð getur ekki höndlað umboð bæjarbúa og komið sér saman um aðgerðir eða vinnubrögð er eðlilegt að aðrir taki við. Bæjarstjóranum hefur mistekist að leiða þennan hóp og fær reisupassann. Stutt er til kosninga og vont að meirihlutinn sem vann með þremur atkvæðum í kosningum 2006 hafi ekki ráðið við verkefnið.

Þetta er vandræðalegt fyrir þennan hóp og leitt fyrir sveitarfélagið að búa við stjórnleysi of lengi. Verst af öllu er ef enginn meirihluti er fyrir hendi og þörf á stjórnleysi allt fram í júní þegar ný bæjarstjórn tekur við völdum. En þetta er sameiginlegt átak vinstrimannanna - aðrir koma þar ekki nærri.


mbl.is Sigurður lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þarna dettur þú Stefán inn á ansi einfalda söguskýringu. Að tengja erjur sérstaklega við vinstri menn. Þetta er svona gömul klisja. Mér skilst nú að sjálfstæðismaðurinn Guðmundur G hafi verið manna duglegastur að bera við á ófriðarbálið síðustu árin, en vissulega gliðnar Álftaneslistinn. Í framhaldi er engin samstarfsflötur sýnilegur. Guðmundur og helstu átakaaðilar sem eru orðnir fastir í skotgröfunum verða að víkja til hliðar, kalla inn varamenn og mynda þverpólitískan meirihluta fram á vorið. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.9.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður á marga kosti sem nýttust Álftnesingum meðan hann var bæjarstjóri. Hann er mikill mannasættir og hefur viljað stýra bæjarfélaginu með hagsmuni heildarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í mikillri tilvistarkreppu og talsmenn hans hafa kappkostað hvarvetna að bæta hag sinn og komast aftur til valda. Því miður er þetta á kostnað heildarinnar.

Það nægir að benda á fremur kostulegar uppákomur í Reykjavík á þessu kjörtímabili sem hafa kostað borgarbúa offjár. Og ekki má gleyma landsstjórn Sjálfstæðisflokksins sem endaði mjög dapurlega með bankahruninu. Er það sú pólitíska ævintýramennska sem við viljum sitja uppi með?

Óskandi er að þeir sem standa fyrir þessari ævintýramennsku til valda á Álftanesi geri sér fyllilega grein fyrir afleiðingum gjörða sinna því mistök verða seint fyrirgefin í stjórnmálum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband