Tvíkynja afreks"kona" svipt gullverðlaunum

Ég get ekki séð hvernig Caster Semenya getur haldið gullverðlaunum sínum. Eftir rannsóknir á henni og niðurstöðu um að hún sé tvíkynja er öllum ljóst að hún stóð öllum öðrum í hlaupinu framar vegna yfirburða sinna og líkamsbyggingar - varla verður hægt að una þeirri niðurstöðu. Erfitt verður að átta sig á hvort hún sé í raun kona eða karlmaður... sennilega bæði.

Þetta minnir óneitanlega á mál ólympíuhafans Stellu Walsh - við andlát hennar árið 1980 kom í ljós að hún var engu síður karlmaður en kona... enn er deilt um hvort hún var í raun og hvort öll afrek hennar yrðu útmáð og strikað yfir að hún hafi unnið ólympíugullverðlaun sem kona.

En tímarnir eru aðrir - þessi niðurstaða leiðir til þess að tekið verði á umdeildum álitaefnum og varla séð að Caster hin suður-afríska geti hafa unnið þessi verðlaun sem kona eftir þessar uppljóstranir.

Umfjöllun um Stellu Walsh


mbl.is Fjölskylda Semenya bregst reið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverkonar sanngirni er þetta nú eginlega?  Hún heur ekki á nokkurn hátt haft rangt við og eftir fæðingarvottorði er hún kona, svo þessi framkoma er ósanngjörn niðulægjandi og ekki í neinu samræmi við þann íþróttaanda sem alltaf er verið að tala um. 

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: ThoR-E

Var að lesa frétt um þetta og það er víst erfitt að svipta hana verðlaununum því að hún hafði ekki rangt við. Semsagt svinlaði ekki og notaði engin ólögleg lyf.

Hún hefur verið alin upp sem stúlka frá fæðingu... þannig að þetta er flókið mál.

Ætli hún haldi ekki verðlaununum en sú sem varð í 2. sæti fær líka gullverðlaun.

Skrítið mál og örugglega ömurlegt fyrir hana/hann ?

kveðja

ThoR-E, 11.9.2009 kl. 18:30

3 identicon

Öll þessi umfjöllun er ósmekkleg og óviðeigandi. Þessi mannsekja hefur ekki annað til saka unnið en að vinna gullverðlaun á stórmóti. Hún á ekki skilið að fjölmiðlar heimsins blási það út hvernig kynfæri hennar séu að utan eða innan. Eg bara skil ekki af hverju er verið að blása þetta út í fjölmiðlum nú.   IAAF þarf náttúrulega að fella sinn úrskurð, en e-ð slúður um kynfæri þessa einstaklings á þessu stigi er mjög ósmekklegt.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:33

4 identicon

Nú er ekki komin endanleg niðurstaða úr kynjaprófinu á þessum ágæta einstakling, en segjum sem svo að sýnt verði fram á að hún sé tvíkynja, í hvaða flokk á þá að setja hana? Ekki getur hún keppt í karlaflokkum vegna þess að hún er kona, og að sama skapi má hún þá heldur ekki keppa með konum vegna þess að hún er karl. En hvað með mótaraðir ættlaðar fötluðum? Nei, tvíkynjun er ekki fötlun auk þess sem þar er einnig skipt eftir kyni. Hvað er þá til ráða? Eina niðurstaðan virðist vera að þessi íþróttamaður mun aldrei framar fá leyfi til að keppa í íþróttum. Er það sanngjarnt?

Halldór (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:28

5 identicon

Það er ekki búið að úrskuðra úr þessu máli það verður ekki gert fyrren 20-21 nóvember er sagt í greininni.

minnie (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: Þórður Runólfsson

Stefán!

Hvar er jákvæðnin og umburðarlyndið gagnvart þessari konu?

Þórður Runólfsson, 12.9.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband