Sættir Framsókn sig við svona vinnubrögð?

Vandséð er hvernig Magnús Árni Skúlason geti setið áfram í bankaráði Seðlabankans eftir uppljóstranir um vinnubrögð hans. Nú reynir á hvernig hin nýja forysta Framsóknarflokksins tæklar svona vandræðalegt mál, hvort þeir sætta sig við verklagið eða taka á svona vandræðamáli ákveðið og fumlaust strax. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sem formaður Framsóknarflokksins í þeirri stöðu að verða að taka af skarið strax, af eða á með bankaráðsmanninn.

Fyrir nokkrum mánuðum var gerð tillaga um Magnús Árna í annað sætið á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður - Sigmundur Davíð stillti honum upp í sætið á eftir sér. Eins og flestir muna fór Alfreð Þorsteinsson þar í pontu og gerði út af við uppstillinguna með þeim orðum að óþarfi væri fyrir Framsókn að sækja inn spillingu í flokkinn. Magnús Árni dró framboðið til baka.

Þetta er vandræðaleg staða fyrir Framsóknarflokkinn - flokk sem hefur á bakinu gamlan spillingarstimpil og hefur reynt mjög ákveðið að hreinsa hann af sér, t.d. með kynslóðaskiptum í forystu og flestir forystumenn gömlu tímanna hafi vikið af sviðinu. Þarna reynir á hvort það var ekta eður ei.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband