Magnús Árni víkur - hvað varð um Sigmund?

Magnús Árni Skúlason átti að segja sig úr bankaráði Seðlabankans fyrr í dag, þegar ljóst var að honum væri ekki sætt, frekar en reyna að koma sér úr vandanum með pínlegum afsökunum og ásökunum í garð blaðsins sem sagði frá staðreyndum málsins. En hvað varð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins? Af hverju tók hann ekki fyrr á þessu máli með því að slá það út af borðinu þegar um hádegisbil.

Þetta er vandræðalegt mál fyrir Framsóknarflokkinn og hinn nýja formann. Hann átti að klára þetta mál sjálfur en ekki láta það dankast gegnum daginn og bíða eftir að Magnús Árni viki sjálfur með vandræðalegri tilkynningu sem viðurkennir ekki pínleg vinnubrögð hans og er í ásökunartón gagnvart fjölmiðlum.

Framsókn reynir að hreinsa sig af spillingarstimpli en er samt á bólakafi í svo pínlegu máli. Nýr formaður var hvergi sýnilegur í umræðunni við að klára það fumlaust og traust.

mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Þór Ottesen

Jæja Magnús fer fram á lausn frá störfum gott mál , Stefán við vitum að Sigmundur Davíð er drengur góður

Sveinbjörn Þór Ottesen, 12.9.2009 kl. 20:57

2 identicon

Um að gera að reka alla sem hafa einhvertíma gert eitthvað af sér. verst að ef þeirri stfnu yrði fylgt eftir yrðu engir eftir til þess að sinna störfunum vegna þess að öllum verður eitthvað á eða gera eitthvað sem seinna reynist óráðið.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svona vinnur Sigmundur Davíð líklega.

Hann prófar að beita fólki í þágu flokkssvindlsins. Fólkið reynir svo að vinna eftir bestu getu eftir hans flokksstefnu og þegar það klikkar einhversstaðar á leiðinni og svikin eru opinberlega of lík gömlu svikunum sparkar hann þeim bara, eða samþykkir það með afskiptaleysi að þeim verði sparkað.

Held því miður að það sé margt ágætis fólk í framsókn sem er einmitt notað á þennan hátt.

Ég trúi bara góðu upp á margt fólk í framsóknarflokkun svo sem Höskuld þórhallsson og Vigdísi Hauksdóttur en held því miður að þau séu bara heiðarlegt fólk sem eru verkfæri svikaflokks.

Vildi á tímabili gefa Sigmundi Davíð séns á að sýna eitthvað gott og trúverðugt en nú á hann ekki lengur möguleika í mínum huga. þetta dæmi var of afhjúpandi sýnist mér. Mér dettur ekki í hug að trúa að hann hafi ekki nákvæmlega vitað hvað var í gangi. Svo heldur hann að hann geti borgað sig frá vandanum með auð þjóðarinnar eins og framsóknarforystan er búin að gera síðan Halldór Ásgrímsson gaf þjóðarauðlindina ásamt fleirum háttsettum föðurlandssvikurum. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2009 kl. 22:01

4 identicon

Sigmundur Davíð er í síðbúnu sumarfríi í Kanada, þar sem klukkan er 5 klukkustundum á eftir okkar. Væntanlega hefur hann viljað sofa fram yfir 7 á laugardagsmorgni í sumarfríinu sínu og því hugsanlega slökkt á símanum sínum, eða sett hann á silent. Hafi honum dottið í hug að sofa til 8 var klukkan orðin 13 að íslenskum tíma.

Fyrir utan það hefur ekki talist eðlilegt að stjórnmálaflokkar hafi afskipti af fulltrúum í bankaráði Seðlabankans, eftir að kosningu þeirra er lokið. Alþingismenn hafa ekkert umboð til að "reka" bankaráðsmenn í Seðlabankanum. Því var ákvörðunin alfarið Magnúsar og gat aldrei verið annað.

Vafalaust hefur Sigmundur haft sína skoðun á málinu og látið hana í ljósi eftir að hann frétti af því.

Magnús sagði af sér innan við 12 tímum eftir að fréttin fór í loftið. Einhvern tímann hefðu slík viðbrögð þótt saga til næsta bæjar. Að minnsta kosti hef ég aldrei séð neina á vegum hrunflokkanna, Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, bregðast við á jafn ábyrgan og afdráttarlausan hátt og Magnús gerði í dag.

Að reyna að gera málið tortryggilegt vegna tímamismunar milli Íslands og Kanada, eða nokkurra klukkutíma sem tekið hefur að semja fréttatilkynningu er barnalegt.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigmundur er erlendis

Hallur Magnússon, 13.9.2009 kl. 12:00

6 identicon

Stefán Friðrik mikið óskup fylgist þú lítið með því sem sagt er frá í fréttum sem þú ættir þó að gera áður en þú byrjar að dæma fólk. Komið hefur fram að Sigmudnur Davíð er í fríi erlendis er í Kanada, sennilega 6 klst tímamunur þ.e. tíminn í Kanada er á eftir íslenskum tíma. Ég sé ekki betur en að Magnús Árni hafi vikið frá strax eftir að kominn vr morgun í Kanada sem segir mér að þeir hafa rætt saman og Sigmundur sennilega beðið hann að víkja. Þú þarft eins og aðrir að vanda þig áður en þú fellir sleggjudóma Stefán Friðrik. Í stað þess að hæla Framsókn fyrir að vera þó eini flokkurinn sem hefur hreinsað til og virðist ekki ætla að líða neinn vafa í þeim efnum þá er hvert tækifæri notað til að gera allt tortryggilegt sem gert er.

Heiða (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, þetta er pínlegt mál fyrir Framsókn. Það er ekki að ósekju að almenningur ber ekkert traust til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Það er helst kannksi að VG hafi tekist að forðast spillingarstimpilinn. Hinir flokkarinir eru allir sama merkinu brendir, í mismiklum mæli þó.

Guðmundur Pétursson, 13.9.2009 kl. 13:55

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég veit vel að hann er erlendis. Nú eru liðnir tveir dagar af þessari frétt en enn heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins. Þetta er vandræðalegt. Punktur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.9.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband