Hörkutólið á vaktinni

Eva Joly er mikið hörkutól - við getum verið stolt að hafa hana á vaktinni. Hún hefur sýnt mikið þor, með því að þora að tala gegn stjórnvöldum sé hún ósammála og hefur velt við öllum steinum í sinni rannsókn. Hún talar á mannamáli. Ég kann að meta þetta og verð æ sáttari við þá ákvörðun að fá hana til verksins. Við þurftum einmitt á henni að halda, enda er hún fagleg en ákveðin í sínum verkum.

Hún er traustur málsvari Íslands á þessum erfiðu tímum - allir kunna að meta framlag hennar með greinaskrifunum fyrir nokkrum vikum þegar hún þorði að rífa kjaft á alþjóðavettvangi meðan íslenskir ráðherrar sögðu ekki múkk þegar að landinu var sótt til að reyna að halda dyrum opnum hjá Evrópusambandinu. Hún þorði meðan aðrir lympuðust niður.

Hörkutólið á vaktinni hefur fyrst og fremst stuðning þjóðarinnar - við getum treyst henni til að gera rétt og þora að verja Ísland á alþjóðavettvangi.

mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband