Pínleg endalok Borgarahreyfingarinnar

Við blasir að þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu á förum þaðan - eftir stendur grasrótarhreyfing án þingmanna innan við hálfu ári eftir alþingiskosningar. Þvílík endalok - pínleg sögulok í hreyfingu sem átti að vera svo frjáls og laus við allt regluverk og lagaumgjörð... þetta átti að vera svo "öðruvísi" - án þess að útlista það nánar svosem.

Hreyfingin hrynur svo á mettíma vegna sundurlyndis og ólgu vegna þess að engin umgjörð er utan um - grasrótin er algjörlega ótengd við þingmennina sem vinna í nafni hreyfingarinnar. Þetta er nett tragedía - en miðað við deiluefnið í fréttumfjöllun í gær eru þetta helst egósentrískar erjur.

Borgarahreyfingin sem átti að vera upphaf á nýjum tímum í íslenskum stjórnmálum hefur á undraskömmum tíma fest hinn hefðbundna fjórflokk í sessi... hann er traustari en jafnan áður.

mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Byltingin étur börnin sín

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.9.2009 kl. 17:09

2 identicon

Æ, Stefán vor góður !

 Þú ert   snjall penni á tungu feðranna. Þessvegna hreinn óþarfi að nota slettur.

 " nett tragedía" - Skýr íslenska.: " Smá harmleikur" !

 "Egósentrískur" ? - Skýr íslenska.: "Sjálfhverfur" !

 Að öðru leiti hinn besti pistill !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:20

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

so bregðast krosstré sem önnur tré/ekki við öðru að búast/Keðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.9.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm - þ.e. líkleg niðurstaða,,,enda virðist ákvæðið um að krefja þingmenn að framkæma drengskaparheit, bókstaflega hannað til að flæma þingmennina á brott.

Virðist sem að ákveðin harðlínustefna, hafi sigrað.

Ég reikna með, að þingmenn muni stofna annann flokk, frekar en að sækja um aðild að einhverjum hinna.

Eftir sitji áhrifalaus leifin að Borgarahreyfingunni.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

og með þessum fíflagangi er búið að gera öllum öðrum mögulegum nýjum framboðum í framtíðinni erfiðara fyrir.

já ég verð eiginlega að taka undir með þér, fjórflokkurinn hefur aldrei staðið sterkara að vígi. 

Fannar frá Rifi, 13.9.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband