Kanye West missir niður um sig á MTV



Rapparinn Kanye West fór yfir strikið með því að ræna Taylor Swift um augnablikið sitt á myndbandaverðlaunum MTV. Eflaust algjört career-sjálfsmorð fyrir rapparann að hafa stolið sviðsljósinu af Swift og úthúða henni. Enda er hann úthrópaður um öll Bandaríkin fyrir að vera ruddi og ekki húsum hæfur. Ætli þetta sé ekki í fyrsta skipti vestanhafs sem sigurvegari tónlistar- eða kvikmyndaverðlauna fær ekki að klára ræðuna sína vegna þess að einhver rústar augnablikinu?

mbl.is Kanye baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Sammála - þvílíkur dónaskapur og hroki í manninum.

Marilyn, 14.9.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: caid

Ég efa nú að þetta sé career-sjálfsmorð, þar sem hann hefur gert þetta áður. Rauk upp á svið þegar So Me vann verðlaun fyrir DVNO myndbandið með Justice og hélt að list snérist um peninga.

Leiðinlegt hvað svona hæfileikaríkur maður getur verið mikill bjáni.

caid, 14.9.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband