Borgarahreyfingin fuðrar upp á fimm mánuðum

Innan við fimm mánuðum eftir að Borgarahreyfingin náði fjórum mönnum á þing er hún orðin áhrifalaus - búin að missa þingmennina og öll tengsl inn á Alþingi. Þetta er mikið afrek, ein mesta sjálfstortímingarherferð í íslenskri stjórnmálasögu. Allir hafa lagt drjúga hönd á plóg í þessum endalokum. Egó þeirra sem tókust þar á var meira en hreyfingin gat þolað.... svo fór sem fór.

Þingmennirnir reyna nú að byggja upp nýja hreyfingu á bakvið sig - til að tryggja sér eitthvað pólitískt bakland í komandi verkefnum. Þar eru þau að mestu ein á báti og verða eflaust að hafa sig öll við til að halda velli lengur en kjörtímabilið, sem verður eflaust mjög stutt.

Fjórflokkurinn hefur aldrei staðið betur að vígi, tel ég. Í vor var árangur Borgarahreyfingarinnar talin boða stórtíðindi í íslenskri pólitík. Fimmti flokkurinn er gufaður upp og æ líklegra að þingmennirnir þrír endi í einum fjórflokkanna fyrr en síðar... ætli þau sér að halda þingsætunum lengur.

Þeir sem kusu Borgarahreyfinguna sem framtíðarafl eða tákn nýrra tíma hafa eflaust orðið fyrir vonbrigðum og sjá eftir að hafa kosið afl sem ekkert lím var í.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband