ESB-öfgar Moggans - ritstjóraþankar

Ég er sammála Birni Bjarnasyni um að Morgunblaðið fór of langt í ESB-öfgum í ritstjóratíð Ólafs Þ. Stephensens. En þetta var sannfæring hans í skrifum og tali, hans skoðun, og þannig var það bara. Eflaust hefur þó sú skoðun ráðið miklu um að vík var milli Ólafs og eigenda blaðsins. Eðlilegra að stokka til í blaðinu en hafa þau mál óuppgerð og í lausu lofti í blaðinu. Skrif Ólafs voru umdeild á ritstjórastóli - rétt eins og með Styrmi áður kölluðu þau fram ólíkar skoðanir. Gott mál vissulega.

Mikið er rætt um væntanlegan ritstjóra Morgunblaðsins. Eðlilegt er að nafn Davíðs Oddssonar sé rætt í þeim efnum. Davíð er á besta aldri til þess að gera, aðeins 61 árs, og fjarri því kominn á eftirlaunaár. Treysta má því að hann hafi skoðanir á öllum málum, er beittur penni og eflaust myndi verða fylgst með leiðaraskrifum Moggans með meiri áhuga ef hann færi í Hádegismóa og héldi þar um penna á ritstjórninni.

Björn Bjarnason slær sjálfur á ritstjórahugleiðingar hvað sig varðar. Að mínu mati hefði Björn verið tilvalinn í ritstjórastöðuna. Ekki vantar hann reynsluna hvað Moggann varðar, enda verið aðstoðarritstjóri og fréttastjórnandi þar um árabil - faðir hans var ritstjóri blaðsins auk þess árum saman. Björn er góður penni og hefur haldið úti bestu vefsíðu landsins í tæp fimmtán ár.

Nýlega hefur Björn hafið sjónvarpsþáttagerð á ÍNN. Hann er góður spyrill og ég er ekki í vafa um að þeir þættir muni vekja mikla athygli. Nýlegt viðtal Björns við Guðna Ágústsson var sérlega áhugavert. En eflaust stefnir Björn að því að rækta sína bújörð og taka því rólega eftir annasöm ár í pólitíkinni.

En eflaust er staðan öðruvísi með Davíð.

En vilji menn yngja upp aftur á Mogganum er eðlilegt að horfa til Ólafs Teits eða Péturs Blöndals - traustir menn þar á ferð.


mbl.is Ekki á leið í ritstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband