Jóhanna fjarlæg og einangruð í fílabeinsturni

Aum er sú smjörklípa Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að kenna stjórnarandstöðunni um að trúnaður stjórnarinnar við Breta og Hollendinga hélt ekki. Jóhanna hefur sjálf misst málið úr höndum sér... í gærkvöldi sagði hún hægt að afgreiða Icesave-breytingar í dag, framhjá þinginu. Veruleikafirring forsætisráðherrans var algjör þá - hverjum dettur í hug að hægt sé að keyra málið áfram framhjá þinginu sem hefur sett lög um fyrirvarana, sem heild, sem hafnað var.

Ég vorkenni Jóhönnu. Henni hefur algjörlega mistekist það verkefni sem henni var falið... að verða leiðtogi sem stappaði stálinu í þjóðina og tæki af skarið í mikilvægum málum. Í staðinn hefur hún hopað inn í skel sína og er umkringd örfáum spunakörlum og samstarfsmönnum sem ekkert umboð hafa.

Þjóðin bar eitt sinn mikið traust til Jóhönnu en það gengur hratt á þann stuðning þessa dagana. Ofrausn er að búast við að þjóðin sætti sig við verkstjórn hennar mikið lengur - hún er ekki á vetur setjandi.


mbl.is Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stuðningur við ríkisstjórn JS fer dvínandi og hennar tíma í pólitík er lokið og er ég sammála þér Stefán að því leiti að hún hefur algjörlega brugðist - það kæmi mér ekki á óvart ef hún færi frá sem forsætisráðherra um áramótin og ISG tæki við - gefandi það að ríkisstjórnin endist svo lengi - ég dreg það í efa -

Óðinn Þórisson, 18.9.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jú, ég er sammála þér þarna, Jóhanna er greinilega týnd í öllu þessu vafstri stjórnmálanna, og eftirlætur erkiklerki sínum, Steingrími J öll erfið mál. Það traust sem áður var til staðar er  löngu farið, það eina sem getur bjargað Jóhönnu frá algeru hruni, er að eitthvað mjög og merkilegt komi frá henni á næstu vikum, eitthvað sem engin á von á!

Ps. Hvernig stendur á því að þú, Stefán, færð ekki fleiri andsvör á þínu bloggi en raun ber vitni? Getur það verið vegna þess að þú ritskoðar meira en aðrir og lokar á flesta sem koma með komment á þín skrif?

Með von um birtingu :)

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Stefán.

Held að fólk sé loksins farið að sjá í gegnum lygavefinn og bullið sem snýr að "reddingunni" að hálfu XS og = EU. Það kemur enginn hvítur hestur með silfursleginni Jóhönnu. Frekar að tala um Jóhann prins í þessu tilfelli, enda ribbaldi sem hélt að Konungur væri allur.

Sumir átta sig ekki á því að Jóhanna á hestinum í árdaga er langt í frá að vera nafna hennar uppi á Íslandi.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin Óðinn, Guðmundur og Sindri

Skilmálar varðandi komment eru mjög skýr Guðmundur. Þau komment sem flokkast undir þau sem óeðlileg teljast er hafnað. Hingað koma öll önnur komment. Þegar sumir geta ekki verið með mannasiði er þeim hent út. Það er bara þannig. Þú býður ekki þeim heim til þín sem sýna dónaskap.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.9.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk fyrir þetta Stefán

Guðmundur Júlíusson, 19.9.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband