Saddam afhentur Írökum - aftaka um helgina

Saddam Hussein Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, verður líflátinn fyrir dagslok á morgun, skv. fréttum vestrænu fréttastöðvanna í dag. Hann verður afhentur Írökum formlega fyrir lok dagsins og aftaka fer fram fljótlega eftir það. Lögmönnum Saddams hefur verið gert að sækja jarðneskar eigur Saddams í fangelsið sem hann hefur dvalið í síðustu árin, eftir að hann var handtekinn fyrir rúmum þremur árum, í desember 2003.

Búast má við miklum óeirðum og vargöld í Írak í kjölfar dauða Saddams Husseins nú um helgina. Greinilegt er að ekki átti að upplýsa meginþætti aftökunnar fyrirfram en leki af fyrirætlunum hefur breytt stöðu mála. Greinilegt er að írakska ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að Saddam verði tekinn af lífi fyrir trúarhátíðina Eid, sem hefst á sunnudag. Bandarísku fréttastöðvarnar, fyrst þeirra varð CBS, fullyrti í gær megindagsetningar og ákvarðanir um aftökuna og virðast að þær heimildir muni standast að fullu.

Flestir vilja eflaust vita hvernig að Írak verði handan Saddams Husseins. Við komumst eflaust brátt að því hvernig sú staða verði með raun og sann.

mbl.is al-Maliki: Ekkert hindrar aftöku Saddams Hussein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband