Átakalínur og dramadrottningar

Ég óska nýjum ritstjórum Morgunblaðsins velgengni í verkefnum sínum. Blaðið er í eldlínunni með þá í frontinum. Allir fjölmiðlar vilja vera í sviðsljósinu.... Mogginn er sannarlega í sviðsljósinu nú. Hef haft eilítið gaman af dramadrottningum af báðum kynjum sem hafa farið af límingunum eftir að tilkynnt var um nýja ritstjóra í Hádegismóum.

Aldrei var hægt að búast við að allir séu sáttir, enda er Davíð Oddsson einn þeirra manna sem eru umdeildir, fyrst og fremst vegna þess að hann hefur skoðanir. Sumir hafa aldrei sætt sig við það.

Mikið væri lífið annars leiðinlegra ef enginn Davíð Oddsson væri til. Þeir eru samt margir sem elska að tjá sig um Davíð Oddsson og munu eflaust hafa gaman af því á næstunni.

Allir hafa skoðun á honum.... sá er lífsins gangur.

mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband