Jóhannes í Bónus kastar grjóti úr glerhúsi

Jóhannes Jónsson í Bónus ætti ekki að vera að kasta grjóti úr glerhúsi með því að tjá sig sérstaklega um ráðningu Davíðs Oddssonar með þeim ómerkilega hætti sem hann gerir. Orð hans um að Davíð sé óheilbrigður maður eru verulega ósmekkleg og honum ekki sæmandi, vilji hann yfir höfuð að einhver taki mark á honum.

En kannski er það óþarfi að einhver taki mark á Jóhannesi.... eflaust. Eins og staðan er í samfélaginu er það algjör óþarfi.

mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Jóhannes ætti að taka til í eigin ranni áður en hann fer að gagnrýna aðra og það á jafn óhreinan máta. Annars fer honum best að þegja.

Þráinn Jökull Elísson, 25.9.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér finnst alltaf ósmekklegt þegar verið er að blanda heilsufari inn í umræðuna. En hins vegar ýjaði nú Davíð sjálfur að norski seðlabankastjórinn væri með Alzheimer. En sama svona gera menn ekki. Hver sem í hlut á.

Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband