Roman Polanski á leið heim til Bandaríkjanna

Eftir þrjá áratugi fjarri Bandaríkjunum og á flótta undan réttvísinni er óskarsverðlaunaleikstjórinn Roman Polanski á leið heim... sem fangi framseldur frá Sviss. Nú verður að ráðast hvort gamli perrastimpillinn situr í Bandaríkjamönnum og hann þurfi að dúsa í fangelsi í mörg ár. Auðvitað hefur Polanski gert mörg meistaraverk og notið mikillar virðingar þrátt fyrir þessa fortíð á heimaslóðum. En þetta hefur samt alltaf vofað yfir honum, hann hefur ekki losnað við þennan stimpil.

Polanski vann samt sinn mesta sigur í Bandaríkjunum á þessum áratug í skugga þessarar fortíðar. Það var sögulegt þegar kvikmyndaakademían ákvað að verðlauna hann með leikstjóraóskarnum fyrir The Pianist. Umdeilt val... en samt sem áður traust. Myndin var stórfengleg og átti að mínu mati að vinna verðlaunin sem besta kvikmynd.... akademían var ekki tilbúin að ganga það langt. En Polanski hlaut uppreisn æru í kvikmyndaborginni og klapp á bakið þá.

Sumir voru eilítið hikandi þegar hann vann óskarinn... margir höfðu þá veðjað á að akademían myndi ekki þora að taka skrefið. Harrison Ford (sem lék í Frantic, mynd leikstjórans) afhenti verðlaunin en Martin Scorsese fékk marga í salnum þó til að rísa á fætur, eftir smáhik, og hylla leikstjórann, sem var heima hjá sér í París. Steve Martin átti einn besta brandara kvöldsins þegar hann sagði mjög afslappaður... Roman Polanski is here og öskraði svo grimmilega Geeeeet him... :)

Ekki er um það deilt að Roman Polanski er einn meistara nútíma kvikmyndagerðar... en hann er umdeildur meistari. Nú verður fróðlegt að fá svarið við hinni áleitnu spurningu undanfarinna ára... verður hann úthrópaður eða hylltur við heimkomuna sem perri eða meistari....

mbl.is Polanski verður framseldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

glæpurinn er sá sami og þegar hann framdi hann, svo af hverju ekki að láta hann sæta refsingar fyrir það sem hann framdi og hefur varið að flýja frá allan þennan tíma-ofbeldi gegn börnum fyrnist ekki til allrar hamingju.

zappa (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Hallbjörn Magnússon

Perri eða meistari ? Ég kíkti á það sem wikipedia segir um manninn. Þar er sagt frá því hvað hann gerði, þó að smáatriðum sé sleppt. Á því sýnist mér að hann ætti skilið dóm fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Þrátt fyrir að hann sé meistari þá er hann nauðgari líka.

Hallbjörn Magnússon, 27.9.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Dómararnir mættir... hvar eru böðlarnir?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.9.2009 kl. 17:23

4 identicon

Heim til Bandaríkjanna? Maðurinn er Pólverji og þar að auki með franskan ríkisborgararétt...kv

Eiki S. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband