Lífsmark með Össuri í New York

Mikið var að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sýndi einhvern lit og sýndi eitthvað lífsmark í hópi þjóðarleiðtoganna í New York. Alltof lengi hefur vinstristjórnin þagað og sætt sig við framkomu IMF og fjölmargra þjóða við Ísland. Þar hefur gunguhátturinn haft betur ansi lengi... eflaust til að reyna að liðka við Evrópusambandsumsókninni. Ekki hefur mátt anda á neinn til að hafa alla góða.

Ekki hefur verið neinn dugur í þeim sem fara með völd hér á Íslandi að tala hreint út og reyna að tala máli Íslands, þegar þess er mest þörf. Þetta er fyrsta skiptið sem eitthvað heyrist annað en mjálm frá þessum stjórnvöldum. Össur þorði ekki að taka slaginn við Brown á leiðtogafundi NATÓ í vor þegar Jóhanna þorði ekki að fara til að hitta aðra þjóðarleiðtoga.

En þetta er samt allt frekar máttlaust. Össur hefur átt einhver samtöl í New York, enda kominn tími til að gera eitthvað annað en bíða og vona að hlustað sé á Íslendinga. Þegar stjórnvöld þora ekki að taka slaginn er ekki nema von að aðrir gangi á lagið og taki okkur í bóndabeygju.

mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það er dagljóst að Össur talaði við kollega sína með tveimur hrútshornum. Hvað átti hann að gera meira? Berja þá? Þið erkiíhaldsmenn eruð hreint ótrúlegeir. Þið gleymið því gjarnan að það er verið að  hreinsa upp áratuga sóðaskap og spillingu eftir ykkur og Framsókn. Ástandið væri ekki svona í dag ef  þið hefðuð ekki skipt  ríkisbönkunum milli vildarvina ykkar með þeim hætti sem gert var.

Eiður (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband