Vinstri grænir þora ekki að ræða átakamálin

Mér finnst það stórmerkilegt að þingmenn vinstri grænna hafi haldið þingflokksfund án þess að ræða Icesave-málið og fara ítarlega yfir ferð Steingríms J. til Istanbúl. Vissulega nokkuð pólitískt afrek að sitja á fundi þegar eitt stykki ríkisstjórn er varla starfhæf vegna innri átaka í flokki og ræða ekki málin sem skekja undirstöðurnar. Kannski er ekki við öðru að búast en fundurinn gangi vel þegar ekki er þorað að tala um umdeildu málin.

Þetta hljómar jafn traustvekjandi og síðasti þingflokksfundur vinstri grænna þar sem Steingrímur fékk umboð fullt af fyrirvörum andstöðuhópsins í Icesave-málinu innan þingflokksins. Fundurinn var túlkaður í fyrstu sem mjög merkilegur og formaðurinn hefði fengið fullt umboð... síðar kom í ljós að hann fékk í besta falli umboð til að fara, en ekki fullan stuðning til að gera eitt né neitt.

Enda hefur það komið á daginn... allt er í lausu lofti í stærstu málum þessarar ríkisstjórnar og ekki augljóst hvort það sé þingmeirihluti innan ríkisstjórnarinnar um IMF og Icesave.... varla svosem. Yfirlýsingar síðustu daga hafa sýnt og sannað að flokkurinn er klofinn í herðar niður. Við völd situr minnihlutastjórn varin af Ögmundarhópi. Það loga neistar víða.

Eðlilegt að vel gangi og allt sé í góðum fíling þegar ekki er snert á hitamálunum. Nú eigum við eftir að sjá hvað verður úr þessu. En ég hlakka til að sjá hvernig Jóhanna, Steingrímur og Ögmundur leysa úr þessum ágreiningsmálum. Sé eitthvað orðið augljóst eftir atburðarás síðustu daga er það að Ögmundur er orðinn einn leiðtoga þessa stjórnarsamstarfs.

Hann leiðir þriðja arminn í samstarfinu, arminn sem ræður hvort stjórnin lifir eða deyr. Svo verður að ráðast hvort þau geti öll dansað tangó saman.

mbl.is Fundi VG lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

It takes two to tango.

Þrír eru einum of mikið

Örvar Már Marteinsson, 8.10.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Auðvitað er það undarlegt að vg hafi haldið þennan fund en ekki tekið á neinum málum - vissulega er það rétt hjá þér að vg er klofinn og í dag erum við með minnihlutastjórn -
Icesave - ólýðræðisleg vinnubrögð, Ögmundi stillt upp við vegg og neyddur til að segja af sér, Guðfríður Lilja neitar að taka sæti í ríkisstjórn og AGS - engin niðurstaða eða ályktun um þessi mál -

Það verður engin endurreisn meðan vg er í ríkisstjórn -

Óðinn Þórisson, 8.10.2009 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband