Guð blessi Ísland

Geir H. Haarde
Ég fór í bíó í kvöld og sá heimildarmyndina Guð blessi Ísland eftir Helga Felixson - vel við hæfi ári eftir að Geir H. Haarde lét hin fleygu orð falla þegar hann færði fólkinu í landinu hin válegu tíðindi að allt væri að hrynja. Myndin er lífleg deigla og heiðarleg tjáning um ástandið eftir hrunið og þar til efnahagskreppan varð að stjórnmálakreppu með falli ríkisstjórnar í skugga átakanna á Austurvelli þegar allt fór úr böndunum.

Í myndinni er fléttað saman, mjög traust, svipmyndum frá þessum örlagatímum í sögu þjóðar í krísu, viðtölum við útrásarvíkingana umdeildu sem breyttust úr goðum í djöfla í huga fólksins í landinu, pólitískum innslögum þegar atburðarásin tók á sig æ drastískari mynd og hugleiðingum stjórnmálamanna í miðju átakanna og hrunsins mikla. Stærsti og mikilvægasti þátturinn er innsýn í hugarheim þeirra sem misstu allt sitt í þessum ólgusjó.

Merkilegasti punkturinn í myndinni að mínu mati er spennufallið sem var hjá fólki þegar ríkisstjórninni var bolað frá með mótmælum. Sumir önduðu léttar, aðrir sáu framtíðina fyrir sér sem jákvæða eða neikvætt upphaf hins sanna uppgjörs. Þegar við sjáum myndina og upplifum janúarbyltinguna vitum við að í raun erum við á sama punkti og fyrir ári þegar Geir bað Guð að blessa þjóðina. Hvað hefur breyst? Ekki neitt.

Kerfið er enn hið sama, stjórnmálamennirnir veita enn jafn loðin og undarleg svör. Þjóðin var illa upplýst fyrir ári og við erum enn í sama myrkrinu - ljósu punktarnir eru í það minnsta fáir. En myndin gerir meira en sýna okkur að við erum enn í sama feninu - hún sýnir okkur hugarheim útrásarvíkinganna í fókus og eins í spjalli þegar þeir halda að enginn hlusti á nema spyrillinn. Merkileg sýn í það minnsta - umdeild. En er þetta ekki fín viðbót? Held það.

Myndin verður eflaust umdeild.... hver metur eins og hann vill þetta sjónarhorn. Ég held að það sé samt mjög heiðarlegt.... þetta er lítið kíkjugat frá merkilegu sjónarhorni. Örlagatímar eru það.... og við veltum eflaust fyrir okkur þegar myndinni lýkur hvort og hvað hefur breyst til góðs eða ills. Ég held að við bíðum enn eftir nýjum og heiðarlegum tímum... margir urðu fyrir vonbrigðum með afrakstur byltingarinnar.

En svona er þetta bara.... fókusinn er altént stórmerkilegur - ég tel að þetta sé skylduáhorf fyrir alla. Svo metum við hvert og eitt okkar hvort myndin sé meistaraverk. Mér finnst hún heiðarleg innsýn og góð fyrir sinn hatt. Þarna fá tilfinningar að njóta sín frá öllum hliðum.... tónlistin og umgjörðin kallar fram tilfinningar þeirra sem horfa á, bæði jákvæð og neikvæð. Hið besta mál.

mbl.is Mörgum spurningum ósvarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú er ég að fara að sofa.

 Guð blessi Ísland.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband