Nafnlaus gunguskrif - umdeildur fjölmiðlamaður

Ég er að mörgu leyti sammála Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, um netskrif. Mér finnst það alveg óþolandi þegar fólk þorir ekki að tjá sig digurbarkalega nema í skjóli nafnleyndar eins og t.d. í kommentakerfi Eyjunnar og hjá Agli Helgasyni. Slík skrif dæma sig þó alltaf sjálf. Hvað þau varðar er ég algjörlega sammála Sturlu.

Egill Helgason er umdeildur, hann kemur þannig fram að hann kallar eftir því að fólk dýrki hann eða þoli ekki. Ekkert að því kannski, skrif hans eru beinskeytt og afgerandi. Hann kallar ekki beint eftir hlutlausum skoðunum á sér með því að skrifa þannig. Þó ég sé ekki alltaf sammála Agli virði ég við hann að tala hreint út og þora að hafa skoðanir.

Svo er það annað mál hvernig það fer saman við þá stefnu RÚV að vera hlutlaust í umfjöllun. Það er svosem mál Egils og hans yfirmanna. En mér finnst það betra að menn hafi skoðun og séu ekkert að fela hana. Það gerir þáttinn eflaust beittari, og kallar fram skýrari línur á mati fólks á viðkomandi fjölmiðlamanni.

Sá sem þannig talar vill verða umdeildur, þannig er það bara. Því er kannski ekkert undarlegt að Sturla t.d. hafi á honum skoðun.

mbl.is Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það munar um Egil og ósamstæðan her hans í uppvaskinu. Það væri illt í efni á erfiðum tímum ef menn hefðu engan stað til að blása út. Mér finnst það annarlegt viðhorf hjá Sturla ef hann vill þagga niður þessar raddir.

Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband