Biskup færir Gunnar til - góð ákvörðun

Ég tel að Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hafi gert rétt í því að færa Gunnar Björnsson úr starfi. Ekki er hægt að bjóða íbúum á Selfossi upp á að prestur snúi aftur eftir svo umdeilt mál - slíkt hefði leitt til þess að söfnuðurinn hefði sundrast upp, í fylkingar með og á móti prestinum, og haft mikla eftirmála, meiri en málareksturinn hafði. Heiðarlegast og best er að skipt sé um prest.

Auðvitað hefði verið einfalt fyrir biskup að hafa mál áfram með sama hætti. En þessi ákvörðun er djörf en um leið ákveðin leið til að sýna að biskup þorir að færa presta til sem hafa verið umdeildir og skipt sókn sinni í fylkingar í erfiðu máli.

mbl.is Gunnar til Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann ekki sýknaður?

Snorri (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar er nú ekki á sama máli.

Þetta á eftir að verða enn eitt megaklúðrið hjá hinni skinhelgu stofnun.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 19:16

3 identicon

 Er þetta mál allt saman tómur misskilningur og klúður.? "Hvenær drepur maður mann?"

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband