Vinstristjórnin játar sig sigraða í Icesave-málinu

Enn einu sinni hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon komið fram með "viðunandi" niðurstöðu í Icesave-málinu að eigin mati. Eins og við mátti búast játar vinstristjórnin sig sigraða í málinu og ætlar nú að breyta lögfestum fyrirvörum Alþingis. Þetta er allt eftir bókinni.... Samfylkingunni langar jú svo mikið í ESB. Blautur draumur.

Væntanlega á að keyra þetta í gegn fljótlega, svipaðar tilraunir og í sumar þegar átti helst að keyra Icesave-málið í gegn án fyrirvara og almennilegrar umræðu. Helst án þess að enginn fengi að lesa samninginn hræðilega sem Svavar Gestsson kom með heim... stóra skuldabréfið.

Jóhanna er orðinn fagmaður í að gefa eftir... enn einu sinni segir hún að ekki verði lengra komist með viðsamjendur. Þetta er orðin svo auðveld rulla að Jóhanna fer orðið sannfærandi með eftirgjöfina. Á ekki erfitt með að játa sig sigraða.

Þeir höfðu greinilega rétt fyrir sér sem sögðu í sumar að það yrði dýrkeypt fyrir Samfylkinguna að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið.

mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er næstum orðrétt það sama og þau sögðu í vor þegar upphaflegi samningurinn var lagður fyrir þjóðina.

Alþingi bjargaði því sem bjargað varð með þeim fyrirvörum sem þingið setti í sumar.

Nú á að gefa það allt eftir.

Hvað er í gangi?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.10.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nei Stefán! (en þú ert hættur að birta mig)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Stefán

Jóhanna og Steingrímur eru altaf sammála þó þau fari á bakvið hvort annað nú er að sjá hvort restin af þingmönnum þeirra sem voru á móti samþiggi þetta rugl og svíki þjóð sína eins eins og Steingrímur og Jóhanna vilja gjöra.

Jón Sveinsson, 19.10.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband