Siggi stormur rekinn af Stöð 2

Ég held að þeir á Stöð 2 geri mistök með því að reka Sigga storm, Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfréttamann. Hann er einn af þeim örfáu mönnum í íslenskri sjónvarpssögu sem hefur tekist að gera veðrið skemmtilegt sama hvernig það er.

Hann hefur getað gert leiðinlega veðurspá að skemmtiefni með útskýringum og tjáningu um lægðir og veðurkerfi. Man í seinni tíð aðeins eftir Þór Jakobssyni og Páli Bergþórssyni sem komast nærri Sigga stormi í þeim efnum.

Veður er þurrt og fræðilegt sjónvarpsefni í sjálfu sér, en allir fylgjast með því. Þeir sem geta gert það að skemmtilegum og fræðandi dagskrárlið með tjáningu sinni og fasi eiga hrós skilið.

mbl.is Siggi Stormur kominn á Kanann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta að mestu leyti. Siggi stormur er með þeim skemmtilegri veðurfréttamönnum sem sést hafa á sjónvarpsskjánum.

Hinsvegar að þá fór hann "yfir til samkeppnisaðilana" með því að taka að sér eða fyrirtækið hans tók að sér  veðurfréttaflutning fyrir Skjá 1/Morgunblaðið.

Maður getur svosem skilið að forsvarsmenn Stöðvar 2 hafi ekki verið sáttir við það. En að reka kallinn, set spurningamerki við það.

ThoR-E, 19.10.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband