Nýr menningarsamningur undirritaður á Akureyri

Kristján Þór og Þorgerður KatrínKristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, undirrituðu nýjan menningarsamning ríkis og bæjar í Davíðshúsi í dag. Um er að ræða eitt af síðustu embættisverkum Kristjáns Þórs á bæjarstjórastóli, en hann lætur af embætti bæjarstjóra á þriðjudag eftir níu ára starfsferil.

Samningurinn er endurnýjuð uppfærsla á þeim samningi sem hefur verið til staðar milli samningsaðila frá árinu 1996, en var síðast endurnýjaður fyrir þrem árum. Hann hljóðar upp á samtals 360 milljóna króna hlut ríkisins og gildir til ársloka 2009. Meginmarkmið samningsins er að efla enn frekar hlutverk Akureyrar í lista- og menningarlífi á Íslandi. Stærsti hluti samningsins er að lokið verður byggingu menningarhúss í Strandgötu á samningstímanum, en það verkefni hefur verið á döfinni í tæpan áratug og löngu kominn tími til að ljúka því.

Menningarhús verður orðin staðreynd fyrir lok næsta árs. Jafnframt er samstaða um að önnur meginmarkmið séu að efla starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, styrkja starf Listasafnsins á Akureyri sem meginstoðar myndlistar utan höfuðborgarsvæðisins og að renna enn styrkari stoðum undir starfsemi atvinnuleikhúss á Akureyri. Auk þess er minnst á að Amtsbókasafnið geti gegnt hlutverki sínu sem eitt af skylduskilasöfnum í landinu, og að kynna fornleifaverkefnið að Gásum og miðla þeirri þekkingu sem til hefur orðið.

Í heildina er þetta góður og gagnlegur samningur og gott að niðurstaða hafi náðst í þessi mál á þessum tímapunkti og þessi mál séu öll örugg og frágengin í upphafi ársins.


mbl.is Ríkið og Akureyri gera samstarfssamning um menningarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlakka til að heimsækja Menningarhús með stórum staf.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, vertu velkominn. Þetta verður glæsilegt hús og mun setja mikið mark á bæinn, enda verður það á besta stað í bænum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband