Friðarverðlaunahafinn Obama fjölgar í herliðinu

Mér finnst það eilítið skondið að friðarverðlaunahafinn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé að fara að fjölga hermönnum í átökunum í Afganistan. Kannski er þetta leið hans til að fagna friðarverðlaunum Nóbels? Hver veit. Kannski betra að gera þetta núna en rétt áður en Obama tekur við friðarverðlaunum 10. desember?

En auðvitað er það nettur brandari að þessi maður, sem er pólitískt óskrifað blað að mestu - hefur engu afrekað, og er að fara að fjölga hermönnum, hafi fengið þessi verðlaun. Þau hafa verið gengisfelld gríðarlega.

Obama fékk verðlaunin víst vegna þess að Thorbjörn Jagland, fyrrum krataforsætisráðherra Noregs og formaður dómnefndarinnar, var með blæti fyrir honum. Krötunum fannst þetta víst mjög flott.

Efast um að Obama sé eins glaður með þennan "heiður". Hann þarf núna kannski að fara að standa undir nafni og gera eitthvað en ekki bara kenna öðrum um allt sem aflaga fer.

mbl.is Ný áætlun í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ágætt að vera minnugur þess að sreíðsglæpamennirnir Henry Kissinger, Yasser Arafat og Simon Peres fengu friðarverðlaun Nobels.  Lítið orðið að marka þau verðlaun.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband