Ólafur Ragnar ætti að feta í fótspor Baldurs

Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú birt helming bréfanna umdeildu, væntanlega bréfin sem líta betur út. Ég held að Ólafur Ragnar sé algjörlega rúinn trausti og sé á góðri leið með að gera íslenska forsetaembættið algjörlega óþarft. Styrkur þess og staða hefur veikst gríðarlega á örfáum mánuðum.

Forsetinn er ekki sannfærandi í verkefnum sínum og hefur glatað stuðningi þjóðarinnar til verka. Væri Ólafi Ragnari umhugað um þjóð sína væri hann búinn að segja af sér embætti.

Baldur Guðlaugsson tók þá virðingarverðu ákvörðun í gær að segja af sér til að skapa vinnufrið í menntamálaráðuneytinu - Ólafur Ragnar ætti að feta í þau fótspor.

Ef íslenska forsetaembættið á að lifa í gegnum þennan ólgusjó þarf að skipta um andlit á embættinu og reyna að endurheimta virðinguna.

Íslenska þjóðin þarf sameiningartákn - ekki sundrungarafl útrásartímanna á borð við Ólaf Ragnar.


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég er svo sannarlega sammála þér. Hvað er svona pínulítil þjóð að gera með algjörlega ónauðsynlegan þjóðhöfðingja.  Eina sem við höfum af forsetaembættinu er kostnaður.  Það er margt fleira gáfulegra hægt að gera við þá fjármuni sem færu í annars fjárfrekt embætti.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.10.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband