Flosi Ólafsson látinn



Viđ andlát Flosa Ólafssonar, leikara, minnist ţjóđin eins besta grínista síns, föđur Áramótaskaupsins og einstaks gleđigjafa, sem alltaf átti auđvelt međ ađ létta lund ţjóđarinnar. Flosi naut mikilla vinsćlda og hann átti vísan sess í ţjóđarsálinni. Hann var alltaf einlćgur og traustur í húmor sínum og aldrei ađ ţykjast vera eitthvađ annađ en hann var. Einn af ţeim húmoristum sem var fyndinn bćđi prívat og á sviđi.

Tengsl Flosa viđ Akureyri eru órjúfanleg, tel ég, ţó hann hafi reyndar ort einn kaldhćđnasta brag um bćinn fyrr og síđar. Hann nam hér og tók oft ţátt í leiklistarstarfinu hér og var tíđur gestur á leiksýningum hér. Hann var snillingur bćđi í tjáningu og skrifum, hafđi ţá miklu náđargáfu ađ tala á mannamáli og vera sannur sagnamađur sem alltaf náđi til fólks. Gamansögur hans í rćđu og riti urđu ógleymanlegar.

Hver mun nokkru sinni gleyma laginu um ađ ţađ sé svo geggjađ ađ geta hneggjađ, húsverđinum Sigurjóni Digra, Eiríki hinum digra í Hrafninum flýgur (sem er veginn af eigin fóstbróđur eftir mikil klćkjabrögđ gestsins), Varđa varđstjóra í Löggulífi og rulluna í Hvítum mávum, svo og öllum hlutverkum hans og skrifum í Skaupinu, sem hann skapađi í kringum 1970 og gerđi ódauđlegan hlut í áramótagleđinni.

Sjónvarpiđ ćtti ađ taka sig til og heiđra nú minningu ţessa meistara íslenska grínsins međ ţví ađ gera ţátt honum til minningar međ öllum brotunum ţar sem hann hefur fariđ á kostum bćđi í eigin hlutverki sem og viđ ađ tjá allar hinar eftirminnilegu rullur sem hans verđur minnst fyrir. Skaupiđ er 40 ára um ţessar mundir og ţađ er viđ hćfi ađ minnast ţess um leiđ og Flosi er kvaddur.



Já, og ađ lokum: hver getur nokkru sinni gleymt auglýsingunni sem Flosi lék í fyrir Hreyfil viđ símanúmerabreytinguna áriđ 1996 um númeriđ í miđjunni: 5 88 55 22.... pjúra klassík.

Blessuđ sé minning meistara Flosa.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórdís Bachmann

Birti athugasemd eftir ţig á mínu bloggi, vona ađ ţađ sé í lagi.

Nú, viđ brotthvarf hans heim, segir ţó einn eđal-Akureyringur á sínu bloggi: birt án leyfis, af stebbfr.blog.is, og orđar fallega ţann hug sem borinn er til Flosa, í öllum landshornum, held ég.

,, Tengsl Flosa viđ Akureyri eru órjúfanleg, tel ég, ţó hann hafi reyndar ort einn kaldhćđnasta brag um bćinn fyrr og síđar. Hann nam hér og tók oft ţátt í leiklistarstarfinu hér og var tíđur gestur á leiksýningum hér. Hann var snillingur bćđi í tjáningu og skrifum, hafđi ţá miklu náđargáfu ađ tala á mannamáli og vera sannur sagnamađur sem alltaf náđi til fólks. Gamansögur hans í rćđu og riti urđu ógleymanlegar.”

Ţórdís Bachmann, 26.10.2009 kl. 19:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband